Íslenski boltinn

Alexandra til Frankfurt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir hefur fest sig í sessi í íslenska landsliðinu.
Alexandra Jóhannsdóttir hefur fest sig í sessi í íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm

Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Frankfurt.

Alexandra hefur leikið með Breiðabliki undanfarin þrjú ár en hún kom til liðsins frá Haukum. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Breiðabliki.

Alexandra er þriðji Blikinn sem fer til Þýskalands í vetur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á förum til Bayern München og Sveindís Jane Jónsdóttir hefur samið við meistara Wolfsburg.

Þá er markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir hætt og því ljóst að Breiðablik teflir fram mjög breyttu liði í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili.

Alexandra, sem er tvítug, hefur leikið 67 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 28 mörk. Þá hefur hún leikið tuttugu leiki í B-deildinni og skorað sex mörk.

Alexandra hefur leikið tíu A-landsleiki og skorað tvö mörk. Hún lék sex af átta leikjum Íslands í undankeppni EM 2022.

Alexandra til Frankfurt Þýska félagið Eintracht Frankfurt hefur fest kaup á Alexöndru Jóhannsdóttur frá Breiðabliki....

Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Tuesday, January 19, 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.