Arsenal upp í efri hluta deildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Markaskorarar kvöldsins fagna.
Markaskorarar kvöldsins fagna. EPA-EFE/Catherine Ivill

Arsenal er komið upp í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Newcastle á Emirates leikvanginum í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir á fimmtu mínútu síðari hálfleiks. Hann skoraði þá með góðu vinstri fótar skoti eftir flottan sprett.

Ellefu mínútum síðar skoraði Bukayo Saka annað markið. Emile Smith-Rowe fékk þá boltann úti á vinstri vængnum, lék á varnarmann Newcastle og lagði boltann út í teiginn þar sem Saka kom á ferðinni.

Þriðja og síðasta mark leiksins kom þrettán mínútum fyrir leikslok. Newcastle misti þá boltann illa, Cedric kom boltanum á Aubameyang sem skoraði sitt annað mark og þriðja mark Arsenal.

Arsenal er því komið upp í tíunda sæti deildarinnar með 27 stig en Newcastle er í fimmtánda sætinu með nítján stig. Þeir eru sjö stigum frá fallsæti.

Arsenal er með fjóra sigra og eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni og hafa ekki tapað síðan í deildinni síðan þeir töpuðu gegn Arsenal 19. desember.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.