Erlent

Þriðja líkið fundið í brunarústunum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sumarbústaðurinn brann til grunna aðfaranótt laugardags.
Sumarbústaðurinn brann til grunna aðfaranótt laugardags. Lögregla í Nordland

Leitarmenn fundu nú fyrir skömmu þriðja líkið í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt.

Fyrr í dag var greint frá því að tveir hefðu fundust látnir í brunarústunum. Norski ríkismiðillinn NRK greinir frá.

Strax í gær taldi lögregla líklegt að allir fimm hefðu brunnið inni. Einn komst út úr sumarbústaðnum af sjálfsdáðum og þurfti að hlaupa nokkra kílómetra til að gera nágrönnum viðvart og hringja eftir hjálp. Eldurinn var svo mikill að hann komst ekki inn í bústaðinn til að bjarga þeim sem þar voru inni.

Lögregla var við vinnu á vettvangi brunans fram á nótt í gær og rannsókn heldur áfram í dag. Eldsupptök liggja ekki fyrir.

Eigandi sumarbústaðsins hafði keypti hann nokkrum mánuðum áður en hann brann til grunna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×