Bókaútgáfu og viðburði þingmanns sem barðist gegn sigri Bidens aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 09:23 Josh Hawley hefur barist gegn því að sigur Joes Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur. Win McNamee/Getty Bandaríska hótelkeðjan Loews hefur tilkynnt að hún muni ekki hýsa fjáröflunarsamkomu fyrir bandaríska öldungadeildarþingmanninn Josh Hawley. Hann er einn þeirra þingmanna sem hefur barist hvað harðast gegn því að sigur Joes Biden í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári yrði staðfestur. Hawley hafði ætlað sér að halda svokallaða „fjölskylduhelgi“ á hótelinu, þar sem miðar kostuðu á bilinu þúsund til fimmþúsund dollara. Algengt er að stjórnmálamenn haldi ýmiskonar fjáröflunarviðburði til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. Loews Hotels hefur hins vegar aflýst viðburðinum í kjölfar árásarinnar sem gerð var á bandaríska þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn. Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, hafa sagt Trump forseta ábyrgan, en einnig Hawley og aðra þingmenn Repúblikana sem barist hafa gegn því að sigur Bidens í kosningunum verði staðfestur. Með orðræðu sinni um kosningasvindl hafi forsetinn og umræddir þingmenn valdið árásinni, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Í Twitter-færslu þar sem hótelkeðjan tilkynnti um ákvörðun sína kom fram skýr afstaða hennar gegn árásinni á þinghúsið og „öllum þeim sem studdu við atburðina.“ „Í ljósi þessa og með öryggi gesta okkar og starfsfólks í huga, höfum við tilkynnt aðstandendum viðburðarins að hann fari ekki fram hjá Loews Hotels.“ We are horrified and opposed to the events at the Capitol and all who supported and incited the actions. In light of those events and for the safety of our guests and team members, we have informed the host of the Feb. fundraiser that it will no longer be held at Loews Hotels.— Loews Hotels (@Loews_Hotels) January 16, 2021 „Orwellísk ákvörðun“ Sjálfur hefur Hawley gagnrýnt ákvörðun hótelkeðjunnar í yfirlýsingu. „Ef þessi fyrirtæki vilja ekki að íhaldsmenn fái að tala, þá ættu þau bara að vera hreinskilin með það. En að leggja það að jöfnu að leiða umræður í þinginu og að hvetja til ofbeldis er lygi, og það er hættulegt,“ sagði Hawley. Hann er á meðal þeirra þingmanna sem mótmælti staðfestingu sigurs Bidens þegar þingið kom aftur saman, sama kvöld og árásin á þinghúsið var gerð. Hann sagðist í yfirlýsingu sinni ekki ætla að hætta að tala máli kjósenda í Missouri og að hann myndi ekki beygja sig undir þrýsting frá „stórfyrirtækjum á vinstri væng stjórnmálanna.“ Áður hafði bókaútgáfan Simon & Schuster aflýst útgáfu bókar eftir Hawley sem ber heitið „Alræði tæknigeirans“ (e. Tyranny of Big Tech), af sömu ástæðu og Loews aflýsti viðburði Hawleys. Sagðist útgáfan taka samfélagslega ábyrgð alvarlega og að hún gæti ekki stutt við „hlutverk Hawleys í því sem var mikil ógn,“ og vísaði til árásarinnar á þinghúsið. Hawley tjáði sig einnig um yfirlýsingu bókaútgáfunnar og kallaði hana „Orwellíska,“ með vísan til bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Í kjölfar árásarinnar hefur fjöldi fyrirtækja dregið úr eða hætt alfarið stuðningi sínum við þingmenn sem greiddu ekki atkvæði með staðfestingu úrslita forsetakosninganna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Hawley hafði ætlað sér að halda svokallaða „fjölskylduhelgi“ á hótelinu, þar sem miðar kostuðu á bilinu þúsund til fimmþúsund dollara. Algengt er að stjórnmálamenn haldi ýmiskonar fjáröflunarviðburði til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. Loews Hotels hefur hins vegar aflýst viðburðinum í kjölfar árásarinnar sem gerð var á bandaríska þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn. Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, hafa sagt Trump forseta ábyrgan, en einnig Hawley og aðra þingmenn Repúblikana sem barist hafa gegn því að sigur Bidens í kosningunum verði staðfestur. Með orðræðu sinni um kosningasvindl hafi forsetinn og umræddir þingmenn valdið árásinni, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Í Twitter-færslu þar sem hótelkeðjan tilkynnti um ákvörðun sína kom fram skýr afstaða hennar gegn árásinni á þinghúsið og „öllum þeim sem studdu við atburðina.“ „Í ljósi þessa og með öryggi gesta okkar og starfsfólks í huga, höfum við tilkynnt aðstandendum viðburðarins að hann fari ekki fram hjá Loews Hotels.“ We are horrified and opposed to the events at the Capitol and all who supported and incited the actions. In light of those events and for the safety of our guests and team members, we have informed the host of the Feb. fundraiser that it will no longer be held at Loews Hotels.— Loews Hotels (@Loews_Hotels) January 16, 2021 „Orwellísk ákvörðun“ Sjálfur hefur Hawley gagnrýnt ákvörðun hótelkeðjunnar í yfirlýsingu. „Ef þessi fyrirtæki vilja ekki að íhaldsmenn fái að tala, þá ættu þau bara að vera hreinskilin með það. En að leggja það að jöfnu að leiða umræður í þinginu og að hvetja til ofbeldis er lygi, og það er hættulegt,“ sagði Hawley. Hann er á meðal þeirra þingmanna sem mótmælti staðfestingu sigurs Bidens þegar þingið kom aftur saman, sama kvöld og árásin á þinghúsið var gerð. Hann sagðist í yfirlýsingu sinni ekki ætla að hætta að tala máli kjósenda í Missouri og að hann myndi ekki beygja sig undir þrýsting frá „stórfyrirtækjum á vinstri væng stjórnmálanna.“ Áður hafði bókaútgáfan Simon & Schuster aflýst útgáfu bókar eftir Hawley sem ber heitið „Alræði tæknigeirans“ (e. Tyranny of Big Tech), af sömu ástæðu og Loews aflýsti viðburði Hawleys. Sagðist útgáfan taka samfélagslega ábyrgð alvarlega og að hún gæti ekki stutt við „hlutverk Hawleys í því sem var mikil ógn,“ og vísaði til árásarinnar á þinghúsið. Hawley tjáði sig einnig um yfirlýsingu bókaútgáfunnar og kallaði hana „Orwellíska,“ með vísan til bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Í kjölfar árásarinnar hefur fjöldi fyrirtækja dregið úr eða hætt alfarið stuðningi sínum við þingmenn sem greiddu ekki atkvæði með staðfestingu úrslita forsetakosninganna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13