Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2021 15:26 Joe Biden verður ekki skotaskuld úr því að safna fylgjendum en það er alls óvíst að hann fái hörðustu stuðningsmenn Trump til að verða vinir @POTUS á ný. Alex Wong/Getty Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. Hinn 20. janúar næstkomandi, þegar Biden sver embættiseiðinn, mun aðgangurinn @PresElectBiden breytast í @POTUS. Þegar Trump fékk aðganginn 2016 fékk hann 13 milljón fylgjendur Obama með en nú liggur fyrir að Biden mun ekki erfa fylgjendur Trump. Folks — This will be the account for my official duties as President. At 12:01 PM on January 20th, it will become @POTUS. Until then, I'll be using @JoeBiden. And while you're here, follow @FLOTUSBiden @SenKamalaHarris @SecondGentleman and @Transition46.— President-elect Biden (@PresElectBiden) January 15, 2021 Samráðsmenn Biden fengu fréttirnar fyrir um mánuði síðan og eru heldur óhressir með ákvörðunina. Hún ekki verið útskýrð af hálfu stjórnenda Twitter. Í bloggfærslu um ráðstafanir vegna valdaskiptana kom einfaldlega fram að „stofnanaaðgangar“ myndu ekki halda núverandi fylgjendum. Samkvæmt BBC hyggst Twitter ekki útskýra þetta frekar og þar við situr. Hins vegar munu þeir sem áður fylgdu @POTUS og @VP fá tilkynningu og boð um að fylgja aðgöngunum á ný þegar nýr forseti og varaforseti taka við. @POTUS44 og 45 Barack Obama var fyrsti bandaríski forsetinn sem var með formlegan Twitter-aðgang en @POTUS varð til árið 2015. Öll tíst forsetans voru varðveitt á öðrum aðgangi, @POTUS44, þar sem þau eru enn sjáanleg í dag. It's been the honor of my life to serve you. You made me a better leader and a better man.— President Obama (@POTUS44) January 20, 2017 Tíst Trump verða geymd á sama máta, undir @POTUS45, en Twitter hefur ekki gefið upp hvort sama gildir um þau tíst sem birtust undir @realDonaldTrump. Þess ber að geta að Hvíta húsið gaf það þó út árið 2017 að öll tíst frá @realDonaldTrump væru „opinberar yfirlýsingar“ forsetans. Hvað sem Twitter ákveður, verða tístin áfram aðgengileg sagnfræðingum og öðrum áhugasömum til framtíðar, þar sem bandaríska þjóðskjalasafnið hyggst geyma allar samfélagsmiðlafærslur Trump. Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15 YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Hinn 20. janúar næstkomandi, þegar Biden sver embættiseiðinn, mun aðgangurinn @PresElectBiden breytast í @POTUS. Þegar Trump fékk aðganginn 2016 fékk hann 13 milljón fylgjendur Obama með en nú liggur fyrir að Biden mun ekki erfa fylgjendur Trump. Folks — This will be the account for my official duties as President. At 12:01 PM on January 20th, it will become @POTUS. Until then, I'll be using @JoeBiden. And while you're here, follow @FLOTUSBiden @SenKamalaHarris @SecondGentleman and @Transition46.— President-elect Biden (@PresElectBiden) January 15, 2021 Samráðsmenn Biden fengu fréttirnar fyrir um mánuði síðan og eru heldur óhressir með ákvörðunina. Hún ekki verið útskýrð af hálfu stjórnenda Twitter. Í bloggfærslu um ráðstafanir vegna valdaskiptana kom einfaldlega fram að „stofnanaaðgangar“ myndu ekki halda núverandi fylgjendum. Samkvæmt BBC hyggst Twitter ekki útskýra þetta frekar og þar við situr. Hins vegar munu þeir sem áður fylgdu @POTUS og @VP fá tilkynningu og boð um að fylgja aðgöngunum á ný þegar nýr forseti og varaforseti taka við. @POTUS44 og 45 Barack Obama var fyrsti bandaríski forsetinn sem var með formlegan Twitter-aðgang en @POTUS varð til árið 2015. Öll tíst forsetans voru varðveitt á öðrum aðgangi, @POTUS44, þar sem þau eru enn sjáanleg í dag. It's been the honor of my life to serve you. You made me a better leader and a better man.— President Obama (@POTUS44) January 20, 2017 Tíst Trump verða geymd á sama máta, undir @POTUS45, en Twitter hefur ekki gefið upp hvort sama gildir um þau tíst sem birtust undir @realDonaldTrump. Þess ber að geta að Hvíta húsið gaf það þó út árið 2017 að öll tíst frá @realDonaldTrump væru „opinberar yfirlýsingar“ forsetans. Hvað sem Twitter ákveður, verða tístin áfram aðgengileg sagnfræðingum og öðrum áhugasömum til framtíðar, þar sem bandaríska þjóðskjalasafnið hyggst geyma allar samfélagsmiðlafærslur Trump.
Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15 YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38
Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15
YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49