Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2021 15:26 Joe Biden verður ekki skotaskuld úr því að safna fylgjendum en það er alls óvíst að hann fái hörðustu stuðningsmenn Trump til að verða vinir @POTUS á ný. Alex Wong/Getty Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. Hinn 20. janúar næstkomandi, þegar Biden sver embættiseiðinn, mun aðgangurinn @PresElectBiden breytast í @POTUS. Þegar Trump fékk aðganginn 2016 fékk hann 13 milljón fylgjendur Obama með en nú liggur fyrir að Biden mun ekki erfa fylgjendur Trump. Folks — This will be the account for my official duties as President. At 12:01 PM on January 20th, it will become @POTUS. Until then, I'll be using @JoeBiden. And while you're here, follow @FLOTUSBiden @SenKamalaHarris @SecondGentleman and @Transition46.— President-elect Biden (@PresElectBiden) January 15, 2021 Samráðsmenn Biden fengu fréttirnar fyrir um mánuði síðan og eru heldur óhressir með ákvörðunina. Hún ekki verið útskýrð af hálfu stjórnenda Twitter. Í bloggfærslu um ráðstafanir vegna valdaskiptana kom einfaldlega fram að „stofnanaaðgangar“ myndu ekki halda núverandi fylgjendum. Samkvæmt BBC hyggst Twitter ekki útskýra þetta frekar og þar við situr. Hins vegar munu þeir sem áður fylgdu @POTUS og @VP fá tilkynningu og boð um að fylgja aðgöngunum á ný þegar nýr forseti og varaforseti taka við. @POTUS44 og 45 Barack Obama var fyrsti bandaríski forsetinn sem var með formlegan Twitter-aðgang en @POTUS varð til árið 2015. Öll tíst forsetans voru varðveitt á öðrum aðgangi, @POTUS44, þar sem þau eru enn sjáanleg í dag. It's been the honor of my life to serve you. You made me a better leader and a better man.— President Obama (@POTUS44) January 20, 2017 Tíst Trump verða geymd á sama máta, undir @POTUS45, en Twitter hefur ekki gefið upp hvort sama gildir um þau tíst sem birtust undir @realDonaldTrump. Þess ber að geta að Hvíta húsið gaf það þó út árið 2017 að öll tíst frá @realDonaldTrump væru „opinberar yfirlýsingar“ forsetans. Hvað sem Twitter ákveður, verða tístin áfram aðgengileg sagnfræðingum og öðrum áhugasömum til framtíðar, þar sem bandaríska þjóðskjalasafnið hyggst geyma allar samfélagsmiðlafærslur Trump. Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15 YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Hinn 20. janúar næstkomandi, þegar Biden sver embættiseiðinn, mun aðgangurinn @PresElectBiden breytast í @POTUS. Þegar Trump fékk aðganginn 2016 fékk hann 13 milljón fylgjendur Obama með en nú liggur fyrir að Biden mun ekki erfa fylgjendur Trump. Folks — This will be the account for my official duties as President. At 12:01 PM on January 20th, it will become @POTUS. Until then, I'll be using @JoeBiden. And while you're here, follow @FLOTUSBiden @SenKamalaHarris @SecondGentleman and @Transition46.— President-elect Biden (@PresElectBiden) January 15, 2021 Samráðsmenn Biden fengu fréttirnar fyrir um mánuði síðan og eru heldur óhressir með ákvörðunina. Hún ekki verið útskýrð af hálfu stjórnenda Twitter. Í bloggfærslu um ráðstafanir vegna valdaskiptana kom einfaldlega fram að „stofnanaaðgangar“ myndu ekki halda núverandi fylgjendum. Samkvæmt BBC hyggst Twitter ekki útskýra þetta frekar og þar við situr. Hins vegar munu þeir sem áður fylgdu @POTUS og @VP fá tilkynningu og boð um að fylgja aðgöngunum á ný þegar nýr forseti og varaforseti taka við. @POTUS44 og 45 Barack Obama var fyrsti bandaríski forsetinn sem var með formlegan Twitter-aðgang en @POTUS varð til árið 2015. Öll tíst forsetans voru varðveitt á öðrum aðgangi, @POTUS44, þar sem þau eru enn sjáanleg í dag. It's been the honor of my life to serve you. You made me a better leader and a better man.— President Obama (@POTUS44) January 20, 2017 Tíst Trump verða geymd á sama máta, undir @POTUS45, en Twitter hefur ekki gefið upp hvort sama gildir um þau tíst sem birtust undir @realDonaldTrump. Þess ber að geta að Hvíta húsið gaf það þó út árið 2017 að öll tíst frá @realDonaldTrump væru „opinberar yfirlýsingar“ forsetans. Hvað sem Twitter ákveður, verða tístin áfram aðgengileg sagnfræðingum og öðrum áhugasömum til framtíðar, þar sem bandaríska þjóðskjalasafnið hyggst geyma allar samfélagsmiðlafærslur Trump.
Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15 YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38
Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15
YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent