Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2021 11:44 Bólusetning með bóluefni Pfizer á Suðurlandsbraut í lok desember. Vísir/vilhelm Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. Hvorki Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra né Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra höfðu heyrt af málinu nú í hádeginu. Því er ekki ljóst hvort breytingin hafi áhrif hér á landi. Fram kemur í tilkynningu norsku lýðheilsustofnunarinnar að 7.800 færri skammtar berist til Noregs í næstu viku en áætlað var. Breytingarnar á dreifingaráætluninni eru raktar til endurskipulagningar á framleiðslu hjá Pfizer, sem hyggst auka framleiðslugeta sína. Þegar þeirri vinnu er lokið verður aftur hægt að fjölga skömmtum; fram kemur í tilkynningu norsku lýðheilsustofnunarinnar að framleiðslugetan aukist úr 1,3 milljörðum skammta á ári í tvo milljarða. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu um möguleg áhrif breytinganna hér á landi. Forstjóri Lyfjastofnunar vísar á ráðuneytið og þá hefur ekki náðst í forstjóra Distica, sem sér um dreifingu bóluefnis Pfizer hér á landi. Sóttvarnalæknir hafði ekki heyrt af málinu í morgun. Ísland hefur tryggt sér 250 þúsund skammta frá Pfizer, sem duga fyrir 125 þúsund manns. Þegar hafa tíu þúsund skammtar frá Pfizer komið til landsins. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu frá því fyrr í vikunni segir að 33 þúsund skammtar berist til viðbótar frá janúar til lok marsmánaðar. „Líklegt er þó að fleiri skammtar muni berast á þessu tímabili vegna þeirra viðbótarsamninga sem Evrópusambandið hefur gert en áætlun um það mun liggja fyrir um miðjan janúar.“ Tilkynning Lýðheilsustofnunar Noregs. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Hvorki Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra né Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra höfðu heyrt af málinu nú í hádeginu. Því er ekki ljóst hvort breytingin hafi áhrif hér á landi. Fram kemur í tilkynningu norsku lýðheilsustofnunarinnar að 7.800 færri skammtar berist til Noregs í næstu viku en áætlað var. Breytingarnar á dreifingaráætluninni eru raktar til endurskipulagningar á framleiðslu hjá Pfizer, sem hyggst auka framleiðslugeta sína. Þegar þeirri vinnu er lokið verður aftur hægt að fjölga skömmtum; fram kemur í tilkynningu norsku lýðheilsustofnunarinnar að framleiðslugetan aukist úr 1,3 milljörðum skammta á ári í tvo milljarða. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu um möguleg áhrif breytinganna hér á landi. Forstjóri Lyfjastofnunar vísar á ráðuneytið og þá hefur ekki náðst í forstjóra Distica, sem sér um dreifingu bóluefnis Pfizer hér á landi. Sóttvarnalæknir hafði ekki heyrt af málinu í morgun. Ísland hefur tryggt sér 250 þúsund skammta frá Pfizer, sem duga fyrir 125 þúsund manns. Þegar hafa tíu þúsund skammtar frá Pfizer komið til landsins. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu frá því fyrr í vikunni segir að 33 þúsund skammtar berist til viðbótar frá janúar til lok marsmánaðar. „Líklegt er þó að fleiri skammtar muni berast á þessu tímabili vegna þeirra viðbótarsamninga sem Evrópusambandið hefur gert en áætlun um það mun liggja fyrir um miðjan janúar.“ Tilkynning Lýðheilsustofnunar Noregs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira