Erlent

Naval­ní snýr aftur til Rúss­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Alexei Navalní greinir frá ákvörðun sinni á Instagram-síðu sinni.
Alexei Navalní greinir frá ákvörðun sinni á Instagram-síðu sinni. AP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn.

Reuters greinir frá þessu, en Navalní hefur verið í Þýskalandi síðustu mánuði eftir að hafa verið fluttur þangað í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunar í ágúst síðastliðinn.

Fjöldi rannsókna hafa leitt í ljós að eitrað hafi verið fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að bera ábyrgð á eitruninni.

Navalní segir nú frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi jafnað sig að fullu og tími sé kominn til að snúa aftur til Rússlands.

Rússnesk yfirvöld tilkynntu um nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní í desember, en hann er sakaður um að hafa nýtt fé sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni.

Navalní hefur verið einn helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútín Rússlandsforseta síðustu ár og nýtur hann sérstakra vinsælda í hópi yngri Rússa. Á myndböndum sem hann hefur birt á YouTube hefur hann beint sjónum sínum að Pútín og ríkisstjórn hans.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×