Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 11:08 Alexei Navalní. AP/Pavel Golovkin Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Samtökin Bellingcat og rússneski fjölmiðillinn The Insider opinberuðu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Þar kom fram að sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní og að útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Navalní birti svo í kjölfarið myndband af sér ræða við einn af mönnunum sem sagðir eru hafa komið að árásinni og plataði hann til að segja sér frá henni. Í skilaboðum sem Navalní fékk frá fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi í gær, 28. desember, segir að hann hafi brotið skilorð vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi í morgun, 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann fer til Rússlands. Skilorð Navalní fellur úr gildi á morgun, 30. desember, samkvæmt frétt Reuters. Í skilaboðunum var vísað til greinar í tímaritinu Lancet um að Navalní hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Þýskalandi þann 20. september og hann hafi verið einkennalaus frá 12. október. Sjálfur hefur Navalní sagt saklaus af þjófnaðinum sem hann var dæmdur fyrir. Kira Jarmisj, talskona hans segir að hann hafi ekki enn heilsu til að snúa aftur til Rússlands og einnig að hann gæti ekki farið með svo stuttum fyrirvara. Hún sakaði fangelsismálayfirvöld um að vera undir skipunum frá Kreml, embætti forseta Rússlands. Navalní hefur sakað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa fyrirskipað árásina. Jarmisj sagði að fyrst hefðu „þeir“ reynt að myrða Navalní og þegar það misheppnaðist standi nú til að reyna að gera skilborðsbundinn dóm hans að fangelsisvist á síðasta degi skilorðsins. Í Instagramfærslu sagði Navalní að ef yfirvöld Rússlands væru að taka grein í Lancet gilda, af hverju væri sá hluti greinarinnar um að eitrað hefði verið fyrir honum tekin gildur. Af hverju það væri ekki verið að rannsaka árásina í Rússlandi. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að hægt verði að dæma fólk í fangelsi fyrir að ófrægja aðra á netinu eða í fjölmiðlum. Enn á efri deild þingsins að samþykkja frumvarpið og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að skrifa undir það, svo það verði að lögum. 23. desember 2020 16:49 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Einn útsendara rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sem er sagður hafa komið að eitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, mun hafa viðurkennt að reynt var að eitra fyrir honum í samtali við Navalní sjálfan. Útsendarinn vissi ekki við hvern hann var að tala við og sagði að tilræðið hefði tekist ef Navalní hefði ekki komist svo fljótt undir læknishendur. 21. desember 2020 16:46 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Samtökin Bellingcat og rússneski fjölmiðillinn The Insider opinberuðu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Þar kom fram að sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní og að útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Navalní birti svo í kjölfarið myndband af sér ræða við einn af mönnunum sem sagðir eru hafa komið að árásinni og plataði hann til að segja sér frá henni. Í skilaboðum sem Navalní fékk frá fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi í gær, 28. desember, segir að hann hafi brotið skilorð vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi í morgun, 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann fer til Rússlands. Skilorð Navalní fellur úr gildi á morgun, 30. desember, samkvæmt frétt Reuters. Í skilaboðunum var vísað til greinar í tímaritinu Lancet um að Navalní hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Þýskalandi þann 20. september og hann hafi verið einkennalaus frá 12. október. Sjálfur hefur Navalní sagt saklaus af þjófnaðinum sem hann var dæmdur fyrir. Kira Jarmisj, talskona hans segir að hann hafi ekki enn heilsu til að snúa aftur til Rússlands og einnig að hann gæti ekki farið með svo stuttum fyrirvara. Hún sakaði fangelsismálayfirvöld um að vera undir skipunum frá Kreml, embætti forseta Rússlands. Navalní hefur sakað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa fyrirskipað árásina. Jarmisj sagði að fyrst hefðu „þeir“ reynt að myrða Navalní og þegar það misheppnaðist standi nú til að reyna að gera skilborðsbundinn dóm hans að fangelsisvist á síðasta degi skilorðsins. Í Instagramfærslu sagði Navalní að ef yfirvöld Rússlands væru að taka grein í Lancet gilda, af hverju væri sá hluti greinarinnar um að eitrað hefði verið fyrir honum tekin gildur. Af hverju það væri ekki verið að rannsaka árásina í Rússlandi.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að hægt verði að dæma fólk í fangelsi fyrir að ófrægja aðra á netinu eða í fjölmiðlum. Enn á efri deild þingsins að samþykkja frumvarpið og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að skrifa undir það, svo það verði að lögum. 23. desember 2020 16:49 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Einn útsendara rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sem er sagður hafa komið að eitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, mun hafa viðurkennt að reynt var að eitra fyrir honum í samtali við Navalní sjálfan. Útsendarinn vissi ekki við hvern hann var að tala við og sagði að tilræðið hefði tekist ef Navalní hefði ekki komist svo fljótt undir læknishendur. 21. desember 2020 16:46 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að hægt verði að dæma fólk í fangelsi fyrir að ófrægja aðra á netinu eða í fjölmiðlum. Enn á efri deild þingsins að samþykkja frumvarpið og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að skrifa undir það, svo það verði að lögum. 23. desember 2020 16:49
Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30
Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Einn útsendara rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sem er sagður hafa komið að eitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, mun hafa viðurkennt að reynt var að eitra fyrir honum í samtali við Navalní sjálfan. Útsendarinn vissi ekki við hvern hann var að tala við og sagði að tilræðið hefði tekist ef Navalní hefði ekki komist svo fljótt undir læknishendur. 21. desember 2020 16:46
Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03
ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28