Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 14:39 Alexei Navalní, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi, verði hann fundinn sekur að rannsókn lokinni. EPA/Sergei Ilnitskí Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. Navalní, sem er staddur í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi í sumar, þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Hann segir ásakanir þessar koma frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nánar tiltekið er hann sagður hafa tekið um 600 milljónir króna sem hann safnaði í nafni samtaka sem hann er í forsvari fyrir og að hafa notað þá fjármuni til fjárfestinga í eigin nafni og í að greiða fyrir persónulegan lífstíl sinn. Þetta var opinberað í gær, en í fyrradag sendu fangelsismálayfirvöld Navalní skilaboð um að hann væri að brjóta gegn skilorði með því að vera í Þýskalandi og var þess krafist að hann færi aftur til Rússlands. Skilorðsdómur þessi fellur úr gildi í dag. Navalní var dæmdur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist sömuleiðis saklaus af þeim ásökunum. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í fyrra að yfirvöld Rússlands hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum frá á árunum 2012 til 2014. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Eitrun Navalní er ekki til rannsóknar í Rússlandi. Í tísti sem Navalní birti í gær sagðist hann hafa sagt frá því að eitrað var fyrir honum að reynt yrði að koma honum aftur í fangelsi. : , , . , : . , , .https://t.co/ypDzYwnbAd pic.twitter.com/uyjg5XLFEh— Alexey Navalny (@navalny) December 29, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Navalní, sem er staddur í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi í sumar, þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Hann segir ásakanir þessar koma frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nánar tiltekið er hann sagður hafa tekið um 600 milljónir króna sem hann safnaði í nafni samtaka sem hann er í forsvari fyrir og að hafa notað þá fjármuni til fjárfestinga í eigin nafni og í að greiða fyrir persónulegan lífstíl sinn. Þetta var opinberað í gær, en í fyrradag sendu fangelsismálayfirvöld Navalní skilaboð um að hann væri að brjóta gegn skilorði með því að vera í Þýskalandi og var þess krafist að hann færi aftur til Rússlands. Skilorðsdómur þessi fellur úr gildi í dag. Navalní var dæmdur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist sömuleiðis saklaus af þeim ásökunum. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í fyrra að yfirvöld Rússlands hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum frá á árunum 2012 til 2014. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Eitrun Navalní er ekki til rannsóknar í Rússlandi. Í tísti sem Navalní birti í gær sagðist hann hafa sagt frá því að eitrað var fyrir honum að reynt yrði að koma honum aftur í fangelsi. : , , . , : . , , .https://t.co/ypDzYwnbAd pic.twitter.com/uyjg5XLFEh— Alexey Navalny (@navalny) December 29, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira