Erlent

Sækja svarta kassann úr flug­vélinni sem hrapaði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kafarar indónesíska sjóhersins leita nú svarta kassans úr flugvélinni, en búið er að staðsetja hann.
Kafarar indónesíska sjóhersins leita nú svarta kassans úr flugvélinni, en búið er að staðsetja hann. Getty/Oscar Siagian

Búið er að staðsetja svarta kassann úr flugvélinni sem hrapaði stuttu eftir flugtak á Jakarta í Indónesíu í gær. Björgunarskip hafa haldið út aðgerðum frá því í gær og kafarar sjóhersins ættu fljótlega að geta sótt kassann, sem er í hafinu.

Brak úr flugvélinni og líkamsleifar farþeganna, sem voru um borð í vélinni, hafa fundist. Þá hafa tvær töskur fundist, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum.

Flugvél flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hafði verið á lofti í um fjórar mínútur þegar hún hvarf af radar. Vélin er 26 ára gömul af tegundinni Boeing 737-500 og voru 62 um borð. Þar af voru tíu börn og sex áhafnarmeðlimir.

Fluginu hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikilla rigninga. Veðrið hægði á björgunaraðgerðum í gær en ættu nú að geta farið fram, þar sem veðrið hefur lægt. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins í suðaustur Asíu segir að sjórinn þar sem flugvélin hrapaði sé nokkuð grunnur, og ættu björgunaraðgerðir því ekki að vera mjög flóknar.

Leitarmenn telja þó ólíklegt að nokkur hafi lifað slysið af.


Tengdar fréttir

Hafa fundið út hvar flug­vélin hrapaði

Yfirvöld í Indonesíu segjast hafa fundið hvar vél Sriwijaya Air hrapaði. Vélin, flug SJ182, var á leið frá höfuðborginni Jakarta til borgarinnar Pontianak í gær þegar hún hvarf af ratsjám um það bil fjórum mínútum eftir flugtak.

Boeing 737 vél með sex­tíu far­þega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni

Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.