Erlent

Sænska þingið sam­þykkti sér­stök heims­far­aldur­s­lög

Atli Ísleifsson skrifar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Getty

Sænska þingið samþykkti í dag sérstök neyðarlög – svokölluð heimsfaraldurslög – sem veitir ríkisstjórn og opinberum stofnunum auknar heimildir til að takmarka ýmsa starfsemi í samfélaginu til að hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.

Takmarkaðar lagaheimildir hafa að miklu leyti staðið sænskum stjórnvöldum fyrir þrifum í baráttunni, en með samþykkt neyðarlaganna er vonast til að hægt verði að færa aukinn kraft í hana.

Með neyðarlögunum getur ríkisstjórnin nú tekið ákvarðanir um frekari samkomubann og takmörkun opnunartíma til dæmis leikhúsa, kvikmyndahúsa, líkamsræktarstöðva, sundlauga, tjaldsvæða, dýragarða, listasafna og í ýmslum samkomustöðum.

Sömuleiðis ná lögin til starfsemi verslana og verslunarmiðstöðva, innanlandsflugs og almenningssamgangna.

Neyðarlögin taka gildi á sunnudaginn og fram til síðasta dags septembermánaðar á þessu ári.

Alls hafa nú rúmlega níu þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð og eru skráð tilfelli sjúkdómsins nú rúmlega 482 þúsund.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×