Guðni staðfestir að hafa rætt við Håreide og að nafn Solbakken hafi komið til umræðu Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 07:01 Guðni átti í viðræðum við Åge og fyrrum FCK-þjálfarinn Ståle Solbakken var einnig á blaði. getty/mike egerton/vísir/vilhelm/getty/lars ronbog Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að hann hafi rætt við Norðmanninn Åge Hareide og að nafn Ståle Solbakken hafi komið upp, í þjálfaraleitinni hjá íslenska karlalandsliðinu. Formaðurinn þurfti að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla er Erik Hamrén hætti með íslenska landsliðið í vetur eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM næsta sumar. Mörg nöfn voru í umræðunni en að endingu var Arnar Þór Viðarsson ráðinn með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Guðni ræddi ráðninguna og ferlið við Hjörvar í gær. „Það er mikilvægt að greina þetta og átta sig hvert þú ert að fara með þetta. Svo kemur listi af kandídötum. Það var rætt við fjóra innlenda og fjóra erlenda þjálfara,“ sagði Guðni. „Þú ert kannski með einhverja hugmynd [af þjálfara] sem gæti passað inn en það er mikilvægt að vera með opin hug til þess að fá hugmyndir og pælingar og annarra manna sýn, sem er mikilvægt í þessu ferli.“ „Það er ýmislegt sem kemur úr svona viðtölunum sem styrkir þig sem formann og leiðandi fyrir sambandið sem þú getur nýtt þér við ráðninguna á endanlegum þjálfara liðsins.“ Hjörvar sagði vita að Ian Burchnall hefði farið í viðræður við KSÍ og Guðni játaði því. Hann sagði Ian ungan, hafi náð eftirtektarverðum árangri en hann sé kannski frekar maður framtíðarinnar. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn.“ „Ég athugaði með Solbakken en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið. Maður leitar fangana. Það er líka umboðsskrifstofa sem aðstoðar okkur og þeir sem maður þekkir á erlenda vettvangi,“ en Ståle tók svo við norska landsliðinu. Guðni gat ekki staðfest að hafa rætt við Sven Göran Eriksson er Hjörvar spurði hann út í það. Guðni nefndi einnig nafn Steves McClaren en hann hafi fljótlega ráðið sig í starf hjá Derby sem yfirmaður knattspyrnumála. Umræðan hefst eftir rúmar 56 mínútur. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Formaðurinn þurfti að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla er Erik Hamrén hætti með íslenska landsliðið í vetur eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM næsta sumar. Mörg nöfn voru í umræðunni en að endingu var Arnar Þór Viðarsson ráðinn með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Guðni ræddi ráðninguna og ferlið við Hjörvar í gær. „Það er mikilvægt að greina þetta og átta sig hvert þú ert að fara með þetta. Svo kemur listi af kandídötum. Það var rætt við fjóra innlenda og fjóra erlenda þjálfara,“ sagði Guðni. „Þú ert kannski með einhverja hugmynd [af þjálfara] sem gæti passað inn en það er mikilvægt að vera með opin hug til þess að fá hugmyndir og pælingar og annarra manna sýn, sem er mikilvægt í þessu ferli.“ „Það er ýmislegt sem kemur úr svona viðtölunum sem styrkir þig sem formann og leiðandi fyrir sambandið sem þú getur nýtt þér við ráðninguna á endanlegum þjálfara liðsins.“ Hjörvar sagði vita að Ian Burchnall hefði farið í viðræður við KSÍ og Guðni játaði því. Hann sagði Ian ungan, hafi náð eftirtektarverðum árangri en hann sé kannski frekar maður framtíðarinnar. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn.“ „Ég athugaði með Solbakken en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið. Maður leitar fangana. Það er líka umboðsskrifstofa sem aðstoðar okkur og þeir sem maður þekkir á erlenda vettvangi,“ en Ståle tók svo við norska landsliðinu. Guðni gat ekki staðfest að hafa rætt við Sven Göran Eriksson er Hjörvar spurði hann út í það. Guðni nefndi einnig nafn Steves McClaren en hann hafi fljótlega ráðið sig í starf hjá Derby sem yfirmaður knattspyrnumála. Umræðan hefst eftir rúmar 56 mínútur. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn