Erlent

Starfsmannastjóri Melaniu segir af sér

Sylvía Hall skrifar
Stephanie Grisham hefur lengi starfað fyrir Trump-fjölskylduna.
Stephanie Grisham hefur lengi starfað fyrir Trump-fjölskylduna. Getty/Al Drago

Stephanie Grisham, fyrrum samskiptastjóri Hvíta hússins og starfsmannastjóri Melaniu Trump, hefur sagt af sér vegna atburðanna í þinghúsinu í kvöld. Þetta hefur CNN eftir heimildarmanni innan Hvíta hússins.

Grisham hefur starfað með Trump-fjölskyldunni frá árinu 2015, fyrst sem fjölmiðlafulltrúi í framboði Donald Trump til forseta. Hún varð seinna varafjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins á meðan Sean Spicer gegndi því hlutverki og tók svo til starfa fyrir Melaniu árið 2017.

Samkvæmt heimildum CNN er kurr í starfsmönnum Hvíta hússins vegna atburða kvöldsins og eru margir ósáttir við viðbrögð forsetans fráfarandi. Hann hefur lítið gert til þess að lægja öldurnar, heldur sagst hafa skilning á reiði þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann bað fólk um að fara heim en sagði daginn minnistæðan.

„Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök,“ sagði Trump.


Tengdar fréttir

Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma

Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim.

Gat ekki gengið að kröfum Trump

Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta.

Ráðist inn í þinghúsið: Atburðarásin í myndum

Sameiginlegur þingfundur beggja deilda bandaríska þingsins hófst með hefðbundnum hætti um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Þingið var samankomið til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum vestanhafs en áður höfðu nokkrir þingmanna Repúblikanaflokksins í báðum deildum greint frá því að þeir hygðust andmæla.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.