Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Sylvía Hall skrifar 6. janúar 2021 23:45 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. Þá hefur verið ákveðið að loka aðgangi forsetans í tólf tíma vegna þriggja færslna forsetans sem samrýmdust ekki reglum miðilsins. This means that the account of @realDonaldTrump will be locked for 12 hours following the removal of these Tweets. If the Tweets are not removed, the account will remain locked.— Twitter Safety (@TwitterSafety) January 7, 2021 Í myndbandinu sem Trump birti um klukkan níu að íslenskum tíma bað hann alla mótmælendur að halda friðinn. Hann sagðist þó skilja sársauka þeirra, ítrekaði órökstuddar fullyrðingar sínar um kosningasvindl og sagði stuðningsmenn sína einstaka. „Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök,“ sagði Trump. Önnur færsla var svo birt rétt eftir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Twitter gerði fljótlega athugasemd við færsluna og sagði hana mögulega hvetja til ofbeldis, og gátu því fylgjendur ekki deilt henni eða líkað við hana. Henni var svo síðar eytt. Færslunni sem var síðar eytt.SKjáskot „Þetta eru hlutirnir sem gerast þegar heilagur yfirburðasigur er hrifsaður af föðurlandsvinum með hrottafengnum hætti, sem hafa þurft að þola slæma og ósanngjarna framkomu í langan tíma. Farið heim með ást og friði. Munum þennan dag að eilífu!“ Óeirðir urðu í þinghúsinu í kvöld þegar þingmenn komu saman til þess að afgreiða kjör Joe Biden með formlegum hætti. Stuðningsmenn Trump brutu sér leið inn í þinghúsið og þurftu þingmenn að yfirgefa það. Þá lést kona úr hópi stuðningsmannanna eftir að hafa orðið fyrir skoti inni í þinghúsinu. Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32 Konan sem var skotin í þinghúsinu lést Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06 Gat ekki gengið að kröfum Trump Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. 6. janúar 2021 22:40 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Þá hefur verið ákveðið að loka aðgangi forsetans í tólf tíma vegna þriggja færslna forsetans sem samrýmdust ekki reglum miðilsins. This means that the account of @realDonaldTrump will be locked for 12 hours following the removal of these Tweets. If the Tweets are not removed, the account will remain locked.— Twitter Safety (@TwitterSafety) January 7, 2021 Í myndbandinu sem Trump birti um klukkan níu að íslenskum tíma bað hann alla mótmælendur að halda friðinn. Hann sagðist þó skilja sársauka þeirra, ítrekaði órökstuddar fullyrðingar sínar um kosningasvindl og sagði stuðningsmenn sína einstaka. „Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök,“ sagði Trump. Önnur færsla var svo birt rétt eftir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Twitter gerði fljótlega athugasemd við færsluna og sagði hana mögulega hvetja til ofbeldis, og gátu því fylgjendur ekki deilt henni eða líkað við hana. Henni var svo síðar eytt. Færslunni sem var síðar eytt.SKjáskot „Þetta eru hlutirnir sem gerast þegar heilagur yfirburðasigur er hrifsaður af föðurlandsvinum með hrottafengnum hætti, sem hafa þurft að þola slæma og ósanngjarna framkomu í langan tíma. Farið heim með ást og friði. Munum þennan dag að eilífu!“ Óeirðir urðu í þinghúsinu í kvöld þegar þingmenn komu saman til þess að afgreiða kjör Joe Biden með formlegum hætti. Stuðningsmenn Trump brutu sér leið inn í þinghúsið og þurftu þingmenn að yfirgefa það. Þá lést kona úr hópi stuðningsmannanna eftir að hafa orðið fyrir skoti inni í þinghúsinu.
Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32 Konan sem var skotin í þinghúsinu lést Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06 Gat ekki gengið að kröfum Trump Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. 6. janúar 2021 22:40 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
„Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32
Konan sem var skotin í þinghúsinu lést Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06
Gat ekki gengið að kröfum Trump Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. 6. janúar 2021 22:40