Erlent

„Þið verðið að fara heim núna“

Sylvía Hall skrifar
Úr myndbandi Trump.
Úr myndbandi Trump. TWitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum

„Ég þekki sársauka ykkar. Hér voru kosningar og þeim var stolið af okkur. Þetta voru yfirburðakosningar og allir vita það, sérstaklega hin hliðin. En þið verðið að fara heim núna. Við verðum að halda friðinn,“ segir fráfarandi Bandaríkjaforseti í myndbandinu, sem var síðar fjarlægt af Twitter.

Hann biður mótmælendur um að virða lög og reglur og þá löggæslumenn sem eru að störfum. Hann vilji ekki að neinn særist.

„Þetta er erfiður tími. Það hefur aldrei verið tími eins og þessi áður, þar svona hlutur getur gerst – þar sem þau geta tekið þetta frá okkur öllum. Frá mér, frá þér, frá landinu okkar,“ segir Trump og bætir við:

„Þetta voru sviksamlegar kosningar en við getum ekki spilað þetta upp í hendurnar á þessu fólki. Við verðum að halda friðinn. Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök.“


Tengdar fréttir

Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið

Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna.

Kona skotin í þinghúsinu

Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld.

„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×