Lyfjastofnun klár um leið og leyfi Moderna liggur fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2021 12:10 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. vísir/Egill Aðalsteinsson Búist er við því að bóluefni Moderna fái markaðsleyfi hér á landi á morgun og forstjóri Lyfjastofnunar gerir ráð fyrir að dreifing hefjist fljótlega. Íslendingar hafa samið um að fá skammta frá Moderna fyrir 64 þúsund manns. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun funda um leyfi fyrir bóluefni Moderna klukkan tvö í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir Lyfjastofnun vinna út frá því að mælt verði með útgáfu leyfis og að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni í kjölfarið gefa út markaðsleyfi. Lyfjastofnun mun þá næst gefa út markaðsleyfi fyrir Ísland. „Hvort sem það verður í nákvæmlega í dag eða snemma í fyrramálið sem það mun liggja fyrir. Við erum bara klár með okkar fólk um leið og við sjáum hvað kemur út úr þessum fundi,“ segir Rúna. Íslendingar hafa samið við Moderna um bóluefni fyrir 64 þúsund manns og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir afhendingu þess á fyrsta ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu muni mæla með útgáfu markaðsleyfis bóluefnis Moderna í dag. Rúna gerir ráð fyrir að farið verði að dreifa bóluefninu í Evrópu í samræmi við samninga eftir að leyfið liggur fyrir. Líkt og með bóluefni Pfizer mun Distica sjá um dreifingu hér á landi en ekki hafa verið gefnar upp dagsetningar á komu efnisins til landsins. „Það er ekki búið að framleiða upp í alla þessa samninga en það er verið að framleiða upp í pantanir. Framleiðendurnir eru að auka framleiðslu sína. Þeir eru með birgðir til staðar og eru að setja allt í gang við að framleiða.“ Búist er við að bóluefni AstraZeneca fá næst leyfi en íslensk stjórnvöld hafa samið um skammta fyrir 115 þúsund manns af því. „Það er í áfangamati hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Nákvæmar dagsetningar á þeim fundi, það gæti bara skýrst í þessari viku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun funda um leyfi fyrir bóluefni Moderna klukkan tvö í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir Lyfjastofnun vinna út frá því að mælt verði með útgáfu leyfis og að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni í kjölfarið gefa út markaðsleyfi. Lyfjastofnun mun þá næst gefa út markaðsleyfi fyrir Ísland. „Hvort sem það verður í nákvæmlega í dag eða snemma í fyrramálið sem það mun liggja fyrir. Við erum bara klár með okkar fólk um leið og við sjáum hvað kemur út úr þessum fundi,“ segir Rúna. Íslendingar hafa samið við Moderna um bóluefni fyrir 64 þúsund manns og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir afhendingu þess á fyrsta ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu muni mæla með útgáfu markaðsleyfis bóluefnis Moderna í dag. Rúna gerir ráð fyrir að farið verði að dreifa bóluefninu í Evrópu í samræmi við samninga eftir að leyfið liggur fyrir. Líkt og með bóluefni Pfizer mun Distica sjá um dreifingu hér á landi en ekki hafa verið gefnar upp dagsetningar á komu efnisins til landsins. „Það er ekki búið að framleiða upp í alla þessa samninga en það er verið að framleiða upp í pantanir. Framleiðendurnir eru að auka framleiðslu sína. Þeir eru með birgðir til staðar og eru að setja allt í gang við að framleiða.“ Búist er við að bóluefni AstraZeneca fá næst leyfi en íslensk stjórnvöld hafa samið um skammta fyrir 115 þúsund manns af því. „Það er í áfangamati hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Nákvæmar dagsetningar á þeim fundi, það gæti bara skýrst í þessari viku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira