Erlent

Heimila notkun á ind­versku bólu­efni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sjálfboðaliði fær hér sprautu af Covaxin við prófanir á bóluefninu í desember síðastliðnum.
Sjálfboðaliði fær hér sprautu af Covaxin við prófanir á bóluefninu í desember síðastliðnum. Vishal Bhatnagar/NurPhoto via Getty

Lyfjaeftirlit Indlands hefur veitt neyðarleyfi fyrir notkun bóluefnisins Covaxin við Covid-19, sem þróað var og framleitt á Indlandi.

Áætlað er að nota bóluefnið sem eins konara varaskeifu, ef ekki verður hægt að tryggja nægan fjölda skammta bóluefnis sem lyfjafyrirtækið AstraZeneca og Oxford-háskóli hafa þróað.

Frá þessu greinir fréttastofa Reuters, og segir jafnframt að lítið sé vitað um virkni og öryggi bóluefnisins. Bharat Biotech, fyrirtækið sem þróaði bóluefnið, kveðst þó hafa lagt fram öll sín gögn þegar sótt var um leyfi til lyfjaeftirlits Indlands.

Þá Bharat Biotech tilkynnt að um 300 milljónir skammta af bóluefninu verði framleiddir en vonast er til að hægt verði að hefja notkun þess á fyrri helmingi þessa árs. Tæplega 1,4 milljarðar manna búa í Indlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.