Enski boltinn

Totten­ham for­­dæmir hegðun þriggja leik­manna eftir jóla­partí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sergio Reguilon í baráttunni við Bruno Fernandes í leik liðanna fyrr á tímabilinu.
Sergio Reguilon í baráttunni við Bruno Fernandes í leik liðanna fyrr á tímabilinu. Alex Livesey/Getty Images

Tottenham hefur fordæmt hegðun Sergio Reguilon, Erik Lamela og Giovani Lo Celso eftir að myndir birtust af þeim saman um áramótið, ásamt Manuel Lanzini, leikmanni West Ham, og þeirra fjölskyldum.

Tottenham mennirnir þrír sem og Lanzini fögnuðu saman jólunum en mynd af þeim var birt á Instagram hjá einum fjölskyldumeðlimi þeirra. Það hefur vakið reiði hjá Tottenham.

„Við erum mjög vonsviknir og fordæmum þessa mynd þar sem nokkrir leikmenn okkar eru saman með fjölskyldu og vinum um jólin. Sérstaklega þegar við þekkjum þær fórnir sem allir í landinu hafa gert til þess að vera örugg yfir hátíðirnar,“ sagði talsmaður Tottenham.

„Reglurnar eru klárar og það eru engar undanþáguleiðir. Við minnum leikmenn okkar og starfsfólk um þær reglur sem eru í gildi og það er þeirra að fara eftir þeim og sýna fordæmi. Við munum ræða þetta innanborð.“

Reguilon er á bekknum er Tottenham spilar þessa stundina Leeds en Lo Celso og Lamela eru ekki í leikmannahópnum.

Uppfært 13.21: West Ham hefur nú einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun Lanzini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×