Erlent

Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkra athygli vakti að Vladimír Pútín óskaði Joe Biden ekki til hamingju með sigurinn skömmu eftir 7. nóvember þegar ljóst var að hann hefði tryggt sér nægilega marga kjörmenn í forsetakosningunum.
Nokkra athygli vakti að Vladimír Pútín óskaði Joe Biden ekki til hamingju með sigurinn skömmu eftir 7. nóvember þegar ljóst var að hann hefði tryggt sér nægilega marga kjörmenn í forsetakosningunum. Getty

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember.

Reuters segir frá þessu og vísar í rússneska ríkisfjölmiðilinn RIA Novosti. „Hvað mig varðar þá er ég reiðubúinn til samstarfs og samskipta við þig,“ á Pútín að hafa sagt við Biden.

RIA segir frá því að Pútín hafi einnig óskað Biden til hamingju með sigurinn og að hann voni að Bandaríkin og Rússland geti átt gott samstarf, þrátt fyrir að vera ólík.

Nokkra athygli vakti að Pútín óskaði Biden ekki til hamingju með sigurinn fljótlega eftir 7. nóvember þegar ljóst var að Biden hefði borið sigur úr býtum, líkt og raunin var með mikinn fjölda annarra þjóðleiðtoga.

Hamingjuóskirnar nú koma eftir fund bandarísku kjörmannanna sem í gær völdu Biden formlega til að gegna forsetaembættinu næstu fjögur árin. Biden fékk atkvæði 306 kjörmanna, en Trump 232.

Biden tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum þann 20. janúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump

Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín.

Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín

Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×