Erlent

Vara­for­seti Banda­ríkjanna bólu­settur í beinni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér sést Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fá fyrsta skammt covid-19 bóluefnisins.
Hér sést Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fá fyrsta skammt covid-19 bóluefnisins. Getty/Doug Mills

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur.

Hvíta húsið sagði í tilkynningu að ákvörðunin um að bólusetningin yrði sýnd í sjónvarpinu hafi verið tekin í von um að hvetja Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig.

Karen Pence, eiginkona varaforsetans, og Jerome Adams, yfirmaður læknisþjónustu hersins, voru einnig bólusett í útsendingunni.

Bólusetningar í Bandaríkjunum hófust á mánudaginn síðastliðinn og er nú verið að bólusetja með bóluefni Pfizer og BioNTech. Það er fyrsta bóluefnið sem fengið hefur markaðsleyfi í Bandaríkjunum og veitir það allt að 95 prósent vörn gegn veirunni.

Nú er verið að dreifa fyrstu þremur milljónum skammtanna, sem Bandaríkin hafa fengið í hendurnar, til allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna.

Joe Biden, verðandi forseti, og eiginkona hans Jill, verða bólusett næstkomandi mánudag að sögn talsmanns þeirra.

Þá hefur bóluefni Moderna komist skrefinu nær því að fá markaðsleyfi en hópur sérfræðinga mældi með því að það fengi leyfi.


Tengdar fréttir

Ávarp Biden: Svo öfga­full af­staða að annað eins hefur ekki sést

Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.