Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 15:21 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skrifar undir viðskiptasamning Bretlands og Evrópusambandsins í Brussel. Samningurinn tók gildi á miðnætti í nótt. Getty/Leon Neal Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. Brexit-ferlið, eins og það er kallað, hefur verið nokkuð langt en það hófst eftir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var haldin árið 2016. Frá því að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir hafa Bretar átt í ströngum viðræðum við Evrópusambandið um gerð viðskiptasamnings sem taka ætti gildi eftir að Bretar yfirgæfu sambandið. Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Breska þingið samþykkti samninginn þann 30. desember síðastliðinn. Framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB skrifuðu undir samninginn samdægurs og tók samningurinn gildi strax um áramót. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að Bretland hafi frelsið og getuna til þess að gera hlutina „öðruvísi og betur,“ nú þegar Brexit ferlið er formlega afstaðið. Þó eru ekki allir jafn ánægðir með það að Bretland hafi yfirgefið ESB en Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tísti í gærkvöldi: „Skotland snýr fljótt aftur Evrópa. Látið ljósið skína áfram.“ Scotland will be back soon, Europe. Keep the light on pic.twitter.com/qJMImoz3y0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) December 31, 2020 Bretland sagði opinberlega skilið við Evrópusambandið þann 31. janúar 2020 en við tók ellefu mánaða aðlögunartímabil á meðan ESB og Bretland sátu við samningsborðið í von um að ná að gera viðskiptasamning sín á milli. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Brexit-ferlið, eins og það er kallað, hefur verið nokkuð langt en það hófst eftir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var haldin árið 2016. Frá því að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir hafa Bretar átt í ströngum viðræðum við Evrópusambandið um gerð viðskiptasamnings sem taka ætti gildi eftir að Bretar yfirgæfu sambandið. Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Breska þingið samþykkti samninginn þann 30. desember síðastliðinn. Framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB skrifuðu undir samninginn samdægurs og tók samningurinn gildi strax um áramót. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að Bretland hafi frelsið og getuna til þess að gera hlutina „öðruvísi og betur,“ nú þegar Brexit ferlið er formlega afstaðið. Þó eru ekki allir jafn ánægðir með það að Bretland hafi yfirgefið ESB en Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tísti í gærkvöldi: „Skotland snýr fljótt aftur Evrópa. Látið ljósið skína áfram.“ Scotland will be back soon, Europe. Keep the light on pic.twitter.com/qJMImoz3y0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) December 31, 2020 Bretland sagði opinberlega skilið við Evrópusambandið þann 31. janúar 2020 en við tók ellefu mánaða aðlögunartímabil á meðan ESB og Bretland sátu við samningsborðið í von um að ná að gera viðskiptasamning sín á milli.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02
Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01
Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28