Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 15:21 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skrifar undir viðskiptasamning Bretlands og Evrópusambandsins í Brussel. Samningurinn tók gildi á miðnætti í nótt. Getty/Leon Neal Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. Brexit-ferlið, eins og það er kallað, hefur verið nokkuð langt en það hófst eftir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var haldin árið 2016. Frá því að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir hafa Bretar átt í ströngum viðræðum við Evrópusambandið um gerð viðskiptasamnings sem taka ætti gildi eftir að Bretar yfirgæfu sambandið. Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Breska þingið samþykkti samninginn þann 30. desember síðastliðinn. Framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB skrifuðu undir samninginn samdægurs og tók samningurinn gildi strax um áramót. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að Bretland hafi frelsið og getuna til þess að gera hlutina „öðruvísi og betur,“ nú þegar Brexit ferlið er formlega afstaðið. Þó eru ekki allir jafn ánægðir með það að Bretland hafi yfirgefið ESB en Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tísti í gærkvöldi: „Skotland snýr fljótt aftur Evrópa. Látið ljósið skína áfram.“ Scotland will be back soon, Europe. Keep the light on pic.twitter.com/qJMImoz3y0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) December 31, 2020 Bretland sagði opinberlega skilið við Evrópusambandið þann 31. janúar 2020 en við tók ellefu mánaða aðlögunartímabil á meðan ESB og Bretland sátu við samningsborðið í von um að ná að gera viðskiptasamning sín á milli. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Brexit-ferlið, eins og það er kallað, hefur verið nokkuð langt en það hófst eftir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var haldin árið 2016. Frá því að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir hafa Bretar átt í ströngum viðræðum við Evrópusambandið um gerð viðskiptasamnings sem taka ætti gildi eftir að Bretar yfirgæfu sambandið. Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Breska þingið samþykkti samninginn þann 30. desember síðastliðinn. Framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB skrifuðu undir samninginn samdægurs og tók samningurinn gildi strax um áramót. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að Bretland hafi frelsið og getuna til þess að gera hlutina „öðruvísi og betur,“ nú þegar Brexit ferlið er formlega afstaðið. Þó eru ekki allir jafn ánægðir með það að Bretland hafi yfirgefið ESB en Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tísti í gærkvöldi: „Skotland snýr fljótt aftur Evrópa. Látið ljósið skína áfram.“ Scotland will be back soon, Europe. Keep the light on pic.twitter.com/qJMImoz3y0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) December 31, 2020 Bretland sagði opinberlega skilið við Evrópusambandið þann 31. janúar 2020 en við tók ellefu mánaða aðlögunartímabil á meðan ESB og Bretland sátu við samningsborðið í von um að ná að gera viðskiptasamning sín á milli.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum. 30. desember 2020 15:02
Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01
Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið. 28. desember 2020 12:28
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent