Erlent

Aðildar­ríki ESB leggja blessun sína yfir Brexit­samninginn

Atli Ísleifsson skrifar
Tollfrjáls og kvótalaus vöruviðskipti milli Bretlands og ESB að eiga að geta haldið áfram þegar nýtt ár gengur í garð.
Tollfrjáls og kvótalaus vöruviðskipti milli Bretlands og ESB að eiga að geta haldið áfram þegar nýtt ár gengur í garð. Getty

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið.

Greint var frá því að aðildarríkin hafi lagt blessun sína yfir samninginn eftir fund sendiherra aðildarríkjanna í Brussel. Framkvæmdastjórn og leiðtogaráð ESB mun svo skrifa endanlega undir samninginn á miðvikudaginn, sama dag og breska þingið greiðir atkvæði um samninginn.

Samkomulag um viðskiptasamning Breta og ESB náðist á aðfangadag eftir tíu mánaða viðræður. Samningurinn er um 1.200 blaðsíður að lengd.

Evrópuþingið á einnig eftir að samþykkja samninginn, þó að samþykki þess sé ekki nauðsynleg forsenda fyrir því að ákvæði samningsins taki gildi til bráðabirgða um áramót. Þannig eigi tollfrjáls og kvótalaus vöruviðskipti að eiga að geta haldið áfram þegar nýtt ár gengur í garð.

Breski ráðherrann Michael Gove segir að viðskipti hjá breskum fyrirtækjum og för breskra einstaklinga til meginlands Evrópu muni ekki endilega ganga eins smurt á næstu misserum, líkt og verið hefur, á meðan verið sé að venjast nýjum reglum.


Tengdar fréttir

Fagna samningnum sem verður kynntur í dag

Búist er við að kynning verði haldin á samningi vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag fyrir fulltrúm þjóða sambandsins. Bretar yfirgáfu sambandið formlega í janúar á þessu ári og átti frestur til að ná útgöngusamningi að renna út 31. desember næstkomandi.

Fagna samningnum sem verður kynntur í dag

Búist er við að kynning verði haldin á samningi vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag fyrir fulltrúm þjóða sambandsins. Bretar yfirgáfu sambandið formlega í janúar á þessu ári og átti frestur til að ná útgöngusamningi að renna út 31. desember næstkomandi.

Brexit-samningur í höfn

Samkomulag um útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu er í höfn eftir að samninganefndir Evrópusambandsins og Breta náðu samkomulagi í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×