Erlent

Bretar taka fram úr Ítölum í fjölda látinna

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmaður verslunar mælir hita viðskiptavinar.
Starfsmaður verslunar mælir hita viðskiptavinar. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA

Minnst 32.313 hafa dáið vegna Covid-19 á Bretlandi og hafa hvergi fleiri dáið í Evrópu en þar. Það er samkvæmt opinberum tölum en mismunandi er á milli ríkja hvernig dauðsföll eru talin. Opinberar tölur á Ítalíu segja 29.079 hafa dáið.

Ríkisstjórn Bretlands hefur verið sökuð um að bregðast hægt og illa við faraldrinum og um að mistakast að verja dvalarheimili þar í landi.

Sjá einnig: Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu

Samkvæmt greiningu Sky News, sem tekur mið af dauðsföllum yfir viku hafi fjöldinn dregist saman í síðustu viku og er það í fyrsa sinn frá því í mars. Þannig sé útlit fyrir að Bretar séu komnir yfir hápunkt faraldursins, heilt yfir.

Dauðsföllum fjölgaði þó talsvert á heimilum og dvalarheimilum.

Andrea Ammon, yfirmaður sóttvarna Evrópusambandsins, ECDC, varaði við því í gær að Bretar væru meðal nokkurra Evrópuríkja sem væru að mistakast að fækka virkum smitum nægjanlega vel. Nefndi hún Bretland, Búlgaríu, Pólland, Rúmeníu og Svíþjóð sem ríki þar sem litlar breytingar hefðu orðið síðustu tvær vikurnar.

„Í öllum öðrum ríkjum höfum við séð töluverða fækkun,“ sagði Ammon.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×