Erlent

Ráðgjafi æðstaklerks Íran látinn vegna Covid

Samúel Karl Ólason skrifar
Ayatollah Ali Khamenei er æðsti stjórnandi Íran.
Ayatollah Ali Khamenei er æðsti stjórnandi Íran. Vísir/AP

Meðlimur í ráðgjafaráði æðstaklerks Íran, Ali Khamenei, er látinn vegna Covid-19 sjúkdómsins. Mohammad Mirmohammadi var 71 árs gamall og lést á sjúkrahúsi. Hann er fyrsti hátt setti embættismaður landsins sem deyr vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 í landinu en ekki sá fyrsti sem smitast.

Fyrir utan landamæri Kína hafa flestir dáið í Íran vegna veirunnar en yfirvöld þar hafa opinberað að minnst 978 séu smitaðir og 54 dánir. Sérfræðingar segja þó að líklegast séu mun fleiri smitaðir, miðað við fjölda látinna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.

Sjá einnig: Grunur um fleiri smit íranskra valdamanna

Skólum hefur verið lokað í Íran en þrátt fyrir að yfirvöld hafi kallað eftir því að helgískrínum og bænahúsum verði lokað, hefur það ekki verið gert. Sjítar kyssa iðulega helgiskríni og hafa yfirvöld lagt mikið kapp á að sótthreinsa þau.

Einn maður birti myndband af sér að sleikja skríni klerksins Reza, sem er einn merkasti dýrlingur landsins. Hann var handtekinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.