Solskjær segir að De Gea sé besti markvörður í heimi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2020 07:00 De Gea gerði slæm mistök sem kostuðu mark í upphafi leiks Manchester United gegn Everton. vísir/getty Þrátt fyrir mistökin gegn Everton stendur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þétt við bakið á markverðinum David de Gea. Spánverjinn gerði slæm mistök sem kostuðu mark í leiknum í gær. Á 3. mínútu ætlaði de Gea að sparka frá marki sínu. Það tókst ekki betur en svo að hann þrumaði boltanum í Dominic Calvert-Lewin og þaðan fór boltinn í markið. De Gea var væntanlega nokkuð létt þegar Bruno Fernandes jafnaði fyrir United 31. mínútu. Lokatölur á Goodison Park, 1-1. „Hann átti erfitt uppdráttar á köflum á síðasta tímabili en hefur verið virkilega góður í vetur. Ég treysti David hundrað prósent,“ sagði Solskjær eftir leikinn í gær. Skömmu eftir mistökin í marki Everton varði De Gea vel frá Calvert-Lewin. Undir lok leiks varði hann svo frá Gylfa Þór Sigurðssyni. „David bætti upp fyrir mistökin og varði frá Gylfa. Mér finnst David vera besti markvörður í heimi,“ sagði Solskjær um De Gea sem hefur gert sjö mistök sem hafa kostað mörk frá upphafi síðasta tímabils. Enginn markvörður hefur gert fleiri. 7 - David De Gea has made seven errors leading directly to an opposition goal in the Premier League since the start of last season, the joint-most alongside Martin Dubravka and Bernd Leno. Shocker. pic.twitter.com/WNoCTxhxds— OptaJoe (@OptaJoe) March 1, 2020 United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig, þremur stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sætinu. Næsti leikur United er gegn Derby County í ensku bikarkeppninni á fimmtudaginn kemur. Enski boltinn Tengdar fréttir Það VAR dramatík á Goodison | Ótrúlegar lokamínútur á Goodison Lokamínútur leiks Everton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni voru hreint út sagt ótrúlegar þar sem myndbandsdómgæsla kom mikið við sögu. Lokatölur 1-1 þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var dæmdur rangstæður undir lok leiks. 1. mars 2020 16:00 Keane skammaði Gylfa Fyrrverandi fyrirliði Manchester United lét Gylfa Þór Sigurðsson heyra það. 1. mars 2020 17:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Þrátt fyrir mistökin gegn Everton stendur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þétt við bakið á markverðinum David de Gea. Spánverjinn gerði slæm mistök sem kostuðu mark í leiknum í gær. Á 3. mínútu ætlaði de Gea að sparka frá marki sínu. Það tókst ekki betur en svo að hann þrumaði boltanum í Dominic Calvert-Lewin og þaðan fór boltinn í markið. De Gea var væntanlega nokkuð létt þegar Bruno Fernandes jafnaði fyrir United 31. mínútu. Lokatölur á Goodison Park, 1-1. „Hann átti erfitt uppdráttar á köflum á síðasta tímabili en hefur verið virkilega góður í vetur. Ég treysti David hundrað prósent,“ sagði Solskjær eftir leikinn í gær. Skömmu eftir mistökin í marki Everton varði De Gea vel frá Calvert-Lewin. Undir lok leiks varði hann svo frá Gylfa Þór Sigurðssyni. „David bætti upp fyrir mistökin og varði frá Gylfa. Mér finnst David vera besti markvörður í heimi,“ sagði Solskjær um De Gea sem hefur gert sjö mistök sem hafa kostað mörk frá upphafi síðasta tímabils. Enginn markvörður hefur gert fleiri. 7 - David De Gea has made seven errors leading directly to an opposition goal in the Premier League since the start of last season, the joint-most alongside Martin Dubravka and Bernd Leno. Shocker. pic.twitter.com/WNoCTxhxds— OptaJoe (@OptaJoe) March 1, 2020 United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig, þremur stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sætinu. Næsti leikur United er gegn Derby County í ensku bikarkeppninni á fimmtudaginn kemur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Það VAR dramatík á Goodison | Ótrúlegar lokamínútur á Goodison Lokamínútur leiks Everton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni voru hreint út sagt ótrúlegar þar sem myndbandsdómgæsla kom mikið við sögu. Lokatölur 1-1 þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var dæmdur rangstæður undir lok leiks. 1. mars 2020 16:00 Keane skammaði Gylfa Fyrrverandi fyrirliði Manchester United lét Gylfa Þór Sigurðsson heyra það. 1. mars 2020 17:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Það VAR dramatík á Goodison | Ótrúlegar lokamínútur á Goodison Lokamínútur leiks Everton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni voru hreint út sagt ótrúlegar þar sem myndbandsdómgæsla kom mikið við sögu. Lokatölur 1-1 þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var dæmdur rangstæður undir lok leiks. 1. mars 2020 16:00
Keane skammaði Gylfa Fyrrverandi fyrirliði Manchester United lét Gylfa Þór Sigurðsson heyra það. 1. mars 2020 17:00