Til í hlutlausa velli ef þau geta ekki fallið | Öruggara að spila leik í úrvalsdeildinni heldur en að fara út í búð? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2020 07:00 Leikmenn gætu verið öruggari inn á vellinum heldur en í matvöruverslun samkvæmt stjórnarformanni Crystal Palace. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Enska úrvalsdeildin veltir nú steinum í þeirri von um að finna mögulega lausn á því hvernig megi klára núverandi leiktíð. Ein þeirra er að spila leikina á alls tíu hlutlausum völlum án áhorfenda. Mögulega yrðu þessir leikir ekki leiknir á Englandi. Flest lið deildarinnar hafa tekið vel í þá hugmynd nema þau lið sem eru enn í fallhættu. Þau eru ekki tilbúin að fórna mikilvægum heimaleikjum sem gætu tryggt veru þeirra í efstu deild. Til að mynda spilar Brighton & Hove Albion fimm af þeim níu leikjum sem liðið á eftir á heimavelli. Þá er óvíst hvað gerist með leikmenn sem renna út á samning þann 30. júní en líklega þarf að leika langt fram á sumar til að hægt sé að klára þá 92 leiki sem eftir eru af ensku úrvalsdeildinni. „Við skiljum að það sé nauðsynlegt að leika fyrir luktum dyrum svo mögulegt sé að klára tímabilið en að spila á hlutlausum völlum myndi bitna á heilindum úrvalsdeildarinnar. Það er of mikið í húfi fyrir sum liðanna,“ sagði Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton við BBC. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar munu ræða þessi mál eftir 7. maí en þá mun ríkisstjórn Bretlands fara yfir og mögulega breyta reglum er varðar samkomubönn vegna kórónufaraldursins. Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, telur að líkurnar á smiti séu meiri í matvöruverslun heldur en á leik í ensku úrvalsdeildinni. „Ég hef séð allar tillögur varðandi æfingar og ferðalög og þó það séu hindranir þá stefnir í að leikmenn, starfsfólk og dómarar verði öruggari í leik í ensku úrvalsdeildinni heldur en þau væru ef þau færu út að versla í matinn miðað við núverandi ástand.“ Hann sagði jafnframt að öryggi leikmanna og starfsfólks væri í fyrirrúmi. Palace hefur borgað öllum sínu starfsfólki full laun frá því að deildinni var frestað um óákveðinn tíma. Þá hefur félagið lagt sitt af mörkum til að hjálpa heilbriðgisstarfsfólki meðal annars með því að sjá fyrir mat og kaupum á andlitsgrímum. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Enska úrvalsdeildin veltir nú steinum í þeirri von um að finna mögulega lausn á því hvernig megi klára núverandi leiktíð. Ein þeirra er að spila leikina á alls tíu hlutlausum völlum án áhorfenda. Mögulega yrðu þessir leikir ekki leiknir á Englandi. Flest lið deildarinnar hafa tekið vel í þá hugmynd nema þau lið sem eru enn í fallhættu. Þau eru ekki tilbúin að fórna mikilvægum heimaleikjum sem gætu tryggt veru þeirra í efstu deild. Til að mynda spilar Brighton & Hove Albion fimm af þeim níu leikjum sem liðið á eftir á heimavelli. Þá er óvíst hvað gerist með leikmenn sem renna út á samning þann 30. júní en líklega þarf að leika langt fram á sumar til að hægt sé að klára þá 92 leiki sem eftir eru af ensku úrvalsdeildinni. „Við skiljum að það sé nauðsynlegt að leika fyrir luktum dyrum svo mögulegt sé að klára tímabilið en að spila á hlutlausum völlum myndi bitna á heilindum úrvalsdeildarinnar. Það er of mikið í húfi fyrir sum liðanna,“ sagði Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton við BBC. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar munu ræða þessi mál eftir 7. maí en þá mun ríkisstjórn Bretlands fara yfir og mögulega breyta reglum er varðar samkomubönn vegna kórónufaraldursins. Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, telur að líkurnar á smiti séu meiri í matvöruverslun heldur en á leik í ensku úrvalsdeildinni. „Ég hef séð allar tillögur varðandi æfingar og ferðalög og þó það séu hindranir þá stefnir í að leikmenn, starfsfólk og dómarar verði öruggari í leik í ensku úrvalsdeildinni heldur en þau væru ef þau færu út að versla í matinn miðað við núverandi ástand.“ Hann sagði jafnframt að öryggi leikmanna og starfsfólks væri í fyrirrúmi. Palace hefur borgað öllum sínu starfsfólki full laun frá því að deildinni var frestað um óákveðinn tíma. Þá hefur félagið lagt sitt af mörkum til að hjálpa heilbriðgisstarfsfólki meðal annars með því að sjá fyrir mat og kaupum á andlitsgrímum.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki