May heldur til Brussel til viðræðna á fimmtudag Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 14:32 Skammur tími er til stefnu fyrir May að ná samkomulagi því Bretar eiga að yfirgefa ESB 29. mars. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna að sannfæra evrópska ráðamenn um að þeir verði að samþykkja lagalega bindandi breytingar á fyrirkomulagi írskra landamæra í útgöngusamningi þeirra þegar hún fundar með þeim í Brussel á fimmtudag. Að öðrum kosti sé hætta á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings sem gæti valdið usla. Nú þegar aðeins 52 dagar eru til útgöngunnar liggur enn ekki fyrir hverjar forsendur útgöngunnar verða. Breska þingið hafnaði útgöngusamningi May við Evrópusambandið með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu sagt að þeir séu ekki til viðræðu um að semja um baktrygginguna. Líkurnar á því að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafa því aukist. Óttast er að það gæti leitt til upplausnar í Bretlandi.Reuters-fréttastofan segir að May ætli að gera leiðtogum Evrópusambandsins ljóst að þeir verði að fallast á breytingar á baktryggingunni á fimmtudag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, tekur þá á móti henni í Brussel. „Afstaða Evrópusambandsins er ljós. Við búumst enn og aftur við og bíðum eftir að heyra hvað forsætisráðherrann hefur að segja okkur,“ segir Margaritis Schinas, talsmaður sambandsins. May heimsækir Norður-Írland í dag þar sem hún er sögð freista þess að fullvissa leiðtoga um að útgangan úr Evrópusambandinu raski ekki friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa árið 1998. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna að sannfæra evrópska ráðamenn um að þeir verði að samþykkja lagalega bindandi breytingar á fyrirkomulagi írskra landamæra í útgöngusamningi þeirra þegar hún fundar með þeim í Brussel á fimmtudag. Að öðrum kosti sé hætta á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings sem gæti valdið usla. Nú þegar aðeins 52 dagar eru til útgöngunnar liggur enn ekki fyrir hverjar forsendur útgöngunnar verða. Breska þingið hafnaði útgöngusamningi May við Evrópusambandið með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu sagt að þeir séu ekki til viðræðu um að semja um baktrygginguna. Líkurnar á því að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafa því aukist. Óttast er að það gæti leitt til upplausnar í Bretlandi.Reuters-fréttastofan segir að May ætli að gera leiðtogum Evrópusambandsins ljóst að þeir verði að fallast á breytingar á baktryggingunni á fimmtudag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, tekur þá á móti henni í Brussel. „Afstaða Evrópusambandsins er ljós. Við búumst enn og aftur við og bíðum eftir að heyra hvað forsætisráðherrann hefur að segja okkur,“ segir Margaritis Schinas, talsmaður sambandsins. May heimsækir Norður-Írland í dag þar sem hún er sögð freista þess að fullvissa leiðtoga um að útgangan úr Evrópusambandinu raski ekki friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa árið 1998.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira