Sú efnilegasta var aðeins 17 ára þegar hún skoraði gegn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 07:00 Lauren James á framtíðina fyrir sér. Barry Coombs/PA Images via Getty Images Hin 18 ára gamla Lauren James, leikmaður kvennaliðs Manchester United, var á dögunum valin efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af íþróttamiðlinum The Athletic. Lauren er fædd þann 29. september 2001. Hún á einn eldri bróðir, sá heitir Reece James og leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Þá er faðir þeirra, Nigel, menntaður knattspyrnuþjálfari. Það má því segja að fótbolti sé í blóðinu hjá þeim systkinum. „Lauren er einn mest spennandi leikmaður landsins og mun án efa spila fyrir Ljónynjurnar (A-landslið Englands) áður en langt um líður. Aðeins 17 ára gömul skoraði hún fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni er liðið vann Liverpool 2-0 í september,“ segir til að mynda í grein The Athletic. Var leikurinn gegn Liverpool fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni. Þá hefur Casey Stoney, þjálfari Manchester United, sagt að Lauren sé með einstaka hæfileika og einn tæknilega séð besti leikmaður sem hún hefur unnið með. Lauren var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hún ræddi það að keppa við bróðir sinn frá unga aldri sem og að spila gegn strákum þegar hún var í akademíu Arsenal á sínum yngri árum. Hún segir að það hafi tekið strákana dágóðan tíma áður en þeir fóru að bera virðingu fyrir henni. Það var svo þegar var verið að spila undir lok einnar æfingarinnar sem Lauren fór svo illa með mótherja að hann hrundi í jörðina. Eftir það báru strákarnir töluvert meiri virðingu fyrir henni. Sem stendur hefur James skorað 26 mörk í 45 leikjum fyrir Manchester United. Það má reikna með því að mörkin eigi eftir að verða töluvert fleiri en Lauren leikur ýmist í stöðu framherja eða kantmanns. Þegar deildin var stöðvuð vegna kórónufaraldursins var Man Utd í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það var aðeins stofnað fyrir síðustu leiktíð. Í kjölfarið valtaði liðið yfir B-deildina og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Hin 18 ára gamla Lauren James, leikmaður kvennaliðs Manchester United, var á dögunum valin efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af íþróttamiðlinum The Athletic. Lauren er fædd þann 29. september 2001. Hún á einn eldri bróðir, sá heitir Reece James og leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Þá er faðir þeirra, Nigel, menntaður knattspyrnuþjálfari. Það má því segja að fótbolti sé í blóðinu hjá þeim systkinum. „Lauren er einn mest spennandi leikmaður landsins og mun án efa spila fyrir Ljónynjurnar (A-landslið Englands) áður en langt um líður. Aðeins 17 ára gömul skoraði hún fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni er liðið vann Liverpool 2-0 í september,“ segir til að mynda í grein The Athletic. Var leikurinn gegn Liverpool fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni. Þá hefur Casey Stoney, þjálfari Manchester United, sagt að Lauren sé með einstaka hæfileika og einn tæknilega séð besti leikmaður sem hún hefur unnið með. Lauren var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hún ræddi það að keppa við bróðir sinn frá unga aldri sem og að spila gegn strákum þegar hún var í akademíu Arsenal á sínum yngri árum. Hún segir að það hafi tekið strákana dágóðan tíma áður en þeir fóru að bera virðingu fyrir henni. Það var svo þegar var verið að spila undir lok einnar æfingarinnar sem Lauren fór svo illa með mótherja að hann hrundi í jörðina. Eftir það báru strákarnir töluvert meiri virðingu fyrir henni. Sem stendur hefur James skorað 26 mörk í 45 leikjum fyrir Manchester United. Það má reikna með því að mörkin eigi eftir að verða töluvert fleiri en Lauren leikur ýmist í stöðu framherja eða kantmanns. Þegar deildin var stöðvuð vegna kórónufaraldursins var Man Utd í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það var aðeins stofnað fyrir síðustu leiktíð. Í kjölfarið valtaði liðið yfir B-deildina og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira