Sú efnilegasta var aðeins 17 ára þegar hún skoraði gegn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 07:00 Lauren James á framtíðina fyrir sér. Barry Coombs/PA Images via Getty Images Hin 18 ára gamla Lauren James, leikmaður kvennaliðs Manchester United, var á dögunum valin efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af íþróttamiðlinum The Athletic. Lauren er fædd þann 29. september 2001. Hún á einn eldri bróðir, sá heitir Reece James og leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Þá er faðir þeirra, Nigel, menntaður knattspyrnuþjálfari. Það má því segja að fótbolti sé í blóðinu hjá þeim systkinum. „Lauren er einn mest spennandi leikmaður landsins og mun án efa spila fyrir Ljónynjurnar (A-landslið Englands) áður en langt um líður. Aðeins 17 ára gömul skoraði hún fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni er liðið vann Liverpool 2-0 í september,“ segir til að mynda í grein The Athletic. Var leikurinn gegn Liverpool fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni. Þá hefur Casey Stoney, þjálfari Manchester United, sagt að Lauren sé með einstaka hæfileika og einn tæknilega séð besti leikmaður sem hún hefur unnið með. Lauren var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hún ræddi það að keppa við bróðir sinn frá unga aldri sem og að spila gegn strákum þegar hún var í akademíu Arsenal á sínum yngri árum. Hún segir að það hafi tekið strákana dágóðan tíma áður en þeir fóru að bera virðingu fyrir henni. Það var svo þegar var verið að spila undir lok einnar æfingarinnar sem Lauren fór svo illa með mótherja að hann hrundi í jörðina. Eftir það báru strákarnir töluvert meiri virðingu fyrir henni. Sem stendur hefur James skorað 26 mörk í 45 leikjum fyrir Manchester United. Það má reikna með því að mörkin eigi eftir að verða töluvert fleiri en Lauren leikur ýmist í stöðu framherja eða kantmanns. Þegar deildin var stöðvuð vegna kórónufaraldursins var Man Utd í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það var aðeins stofnað fyrir síðustu leiktíð. Í kjölfarið valtaði liðið yfir B-deildina og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira
Hin 18 ára gamla Lauren James, leikmaður kvennaliðs Manchester United, var á dögunum valin efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af íþróttamiðlinum The Athletic. Lauren er fædd þann 29. september 2001. Hún á einn eldri bróðir, sá heitir Reece James og leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Þá er faðir þeirra, Nigel, menntaður knattspyrnuþjálfari. Það má því segja að fótbolti sé í blóðinu hjá þeim systkinum. „Lauren er einn mest spennandi leikmaður landsins og mun án efa spila fyrir Ljónynjurnar (A-landslið Englands) áður en langt um líður. Aðeins 17 ára gömul skoraði hún fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni er liðið vann Liverpool 2-0 í september,“ segir til að mynda í grein The Athletic. Var leikurinn gegn Liverpool fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni. Þá hefur Casey Stoney, þjálfari Manchester United, sagt að Lauren sé með einstaka hæfileika og einn tæknilega séð besti leikmaður sem hún hefur unnið með. Lauren var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hún ræddi það að keppa við bróðir sinn frá unga aldri sem og að spila gegn strákum þegar hún var í akademíu Arsenal á sínum yngri árum. Hún segir að það hafi tekið strákana dágóðan tíma áður en þeir fóru að bera virðingu fyrir henni. Það var svo þegar var verið að spila undir lok einnar æfingarinnar sem Lauren fór svo illa með mótherja að hann hrundi í jörðina. Eftir það báru strákarnir töluvert meiri virðingu fyrir henni. Sem stendur hefur James skorað 26 mörk í 45 leikjum fyrir Manchester United. Það má reikna með því að mörkin eigi eftir að verða töluvert fleiri en Lauren leikur ýmist í stöðu framherja eða kantmanns. Þegar deildin var stöðvuð vegna kórónufaraldursins var Man Utd í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það var aðeins stofnað fyrir síðustu leiktíð. Í kjölfarið valtaði liðið yfir B-deildina og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira