Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2018 09:45 Mark Zuckerberg forstjóri og stofnandi Facebook. Vísir/AFP Minnisblað Andrews Bosworth, varaforseta neytendavélbúnaðarsviðs Facebook, endurspeglar ekki skoðanir Marks Zuckerberg, eiganda og forstjóra. Þetta sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. BuzzFeed News birti minnisblaðið á skírdag og hefur það vakið hörð viðbrögð. Í því fer Bosworth yfir „hið ljóta“ í starfsemi Facebook. Kemur þar fram að burtséð frá neikvæðum afleiðingum eða vafasömum viðskiptaháttum þyrfti það alltaf að vera í forgangi að tryggja vöxt samfélagsmiðilsins. „Kannski mun einhver deyja í hryðjuverkaárás þar sem árásarmennirnir samhæfðu sig með því að nota okkar þjónustu. Við tengjum fólk samt saman,“ sagði meðal annars í minnisblaðinu. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að í góðu lagi sé að Facebook safni saman upplýsingum um tengiliði í síma notandans. Um síðustu helgi kom í ljós að sú væri raunin og voru viðbrögð Facebook við þeim fréttum á þá leið að slíkt væri eðlilegt. Minnisblaðið leiðir hins vegar í ljós að hátt settur stjórnandi hjá Facebook taldi slíka upplýsingasöfnun á meðal „þess ljóta“. Zuckerberg sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Bosworth væri gæddur mikilli leiðtogahæfni. Málflutningur hans væri hins vegar oft ögrandi. „Flestir starfsmenn Facebook, meðal annars ég, eru afar ósammála því sem þarna kemur fram. Við höfum aldrei litið svo á að tilgangurinn helgi meðalið. Við vitum vel að það eitt að tengja fólk saman dugir ekki til að réttlæta hvað sem er.“ Enn fremur sagði forstjórinn að markmið Facebook væri ekki lengur að stækka miðilinn eins mikið og hægt væri. Nú væri stefnt að því að færa fólk „nær hvert öðru“. Og Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur lýst yfir vanþóknun sinni á minnisblaðinu. Í yfirlýsingu Bosworths sjálfs sagðist hann ósammála innihaldi minnisblaðsins í dag, hann hafi raunar verið ósammála því þegar hann skrifaði minnisblaðið. „Tilgangurinn var að draga fram í sviðsljósið mál sem mér fannst verðskulda meiri athygli innan fyrirtækisins […] Það skiptir mig miklu máli hvernig áhrif þjónusta okkar hefur á fólk.“ Minnisblaðið birtist í kjölfar umræðu um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica. Það fyrirtæki nýtti persónuupplýsingar á Facebook til þess að hafa áhrif, jafnvel ólöglega, á kosningar víða um heim. Í kjölfarið hafa spurningarmerki verið sett við meðhöndlun samfélagsmiðilsins á persónuupplýsingum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Minnisblað Andrews Bosworth, varaforseta neytendavélbúnaðarsviðs Facebook, endurspeglar ekki skoðanir Marks Zuckerberg, eiganda og forstjóra. Þetta sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. BuzzFeed News birti minnisblaðið á skírdag og hefur það vakið hörð viðbrögð. Í því fer Bosworth yfir „hið ljóta“ í starfsemi Facebook. Kemur þar fram að burtséð frá neikvæðum afleiðingum eða vafasömum viðskiptaháttum þyrfti það alltaf að vera í forgangi að tryggja vöxt samfélagsmiðilsins. „Kannski mun einhver deyja í hryðjuverkaárás þar sem árásarmennirnir samhæfðu sig með því að nota okkar þjónustu. Við tengjum fólk samt saman,“ sagði meðal annars í minnisblaðinu. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að í góðu lagi sé að Facebook safni saman upplýsingum um tengiliði í síma notandans. Um síðustu helgi kom í ljós að sú væri raunin og voru viðbrögð Facebook við þeim fréttum á þá leið að slíkt væri eðlilegt. Minnisblaðið leiðir hins vegar í ljós að hátt settur stjórnandi hjá Facebook taldi slíka upplýsingasöfnun á meðal „þess ljóta“. Zuckerberg sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Bosworth væri gæddur mikilli leiðtogahæfni. Málflutningur hans væri hins vegar oft ögrandi. „Flestir starfsmenn Facebook, meðal annars ég, eru afar ósammála því sem þarna kemur fram. Við höfum aldrei litið svo á að tilgangurinn helgi meðalið. Við vitum vel að það eitt að tengja fólk saman dugir ekki til að réttlæta hvað sem er.“ Enn fremur sagði forstjórinn að markmið Facebook væri ekki lengur að stækka miðilinn eins mikið og hægt væri. Nú væri stefnt að því að færa fólk „nær hvert öðru“. Og Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur lýst yfir vanþóknun sinni á minnisblaðinu. Í yfirlýsingu Bosworths sjálfs sagðist hann ósammála innihaldi minnisblaðsins í dag, hann hafi raunar verið ósammála því þegar hann skrifaði minnisblaðið. „Tilgangurinn var að draga fram í sviðsljósið mál sem mér fannst verðskulda meiri athygli innan fyrirtækisins […] Það skiptir mig miklu máli hvernig áhrif þjónusta okkar hefur á fólk.“ Minnisblaðið birtist í kjölfar umræðu um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica. Það fyrirtæki nýtti persónuupplýsingar á Facebook til þess að hafa áhrif, jafnvel ólöglega, á kosningar víða um heim. Í kjölfarið hafa spurningarmerki verið sett við meðhöndlun samfélagsmiðilsins á persónuupplýsingum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira