Erlent

Kim sagður hafa komið fram opinberlega

Kjartan Kjartansson skrifar
Kim Jong-un er í fullu fjöri ef mark er takandi á ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu.
Kim Jong-un er í fullu fjöri ef mark er takandi á ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu. Vísir/EPA

Fregnir af meintu andláti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðast verulega orðnum auknar. Norður-kóreski ríkisfjölmiðillinn fullyrðir að Kim hafi komið fram opinberlega við opnunarathöfn fyrir áburðarverksmiðju. Það er í fyrsta skipta skipti sem hann sést opinberlega í tuttugu daga.

Sögur af mögulegum veikindum eða jafnvel dauða Kim hafa gengið fjöllunum hærra undanfarna daga. Síðast sást leiðtoginn ungi opinberlega 12. apríl en sögusagnirnar fóru á kreik eftir að hann lét ekki sjá sig á afmælishátíð afa síns, Kim Il Sung þremur dögum síðar.

Ríkisfjölmiðillinn segir að ekki aðeins hafi Kim klippt á borða við athöfnina í verksmiðju norður af Pjongjang heldur hafi fólk í verksmiðjunni brostið í „þrumandi húrrahróp“ þegar hann birtist. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ekki hafi verið hægt að staðfesta frásögn miðilsins og að engar myndir hafi verið birtar af Kim á athöfninni.


Tengdar fréttir

Enn ekkert sést til Kim Jong-un

Enn hefur ekkert sést til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og sögusagnir um að hann sé látinn eða í lífshættu eru enn á kreiki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×