Enski boltinn

Man. United getur fengið Cavani frítt í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cavani verður boðinn út.
Cavani verður boðinn út. vísir/getty

Manchester United verður boðinn sá möguleiki að fá framherja PSG, Edinson Cavani, á frjálsri sölu næsta sumar en Manchester Evening News greina frá.

Cavani rennur út á samningi næsta sumar en PSG hefur sagt að Cavani muni ekki fara frá félaginu fyrir minna en 30 milljónir punda í janúarglugganum.

Romelu Lukaku yfirgaf United í sumar og United náði ekki í framherja í stað hans. Þeir eru sagðir hafa misst af Erling Braut Håland sem fór til Dortmund og einnig var Mario Mandzukic orðaður við Rauðu djöflanna.

Chelsea og Atletico Madrid eru einnig sögð áhugasöm um Cavani en hann hefur ekki verið mikið í byrjunarliðinu hjá Thomas Tuchel hjá PSG á þessari leiktíð.

Cavani var á lista United árið 2014 en ekki gekk samningaviðræðurnar upp þá. Úrúgvæinn hefur verið í herbúðum PSG frá 2013.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.