Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - ÍBV 3-0 | Sannfærandi sigur hjá Val Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. ágúst 2014 17:09 Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu með sannfærandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Eyjamenn áttu möguleika á því að komast upp fyrir Val og losa sig endanlega við fallbaráttuna en komust lítið áleiðis gegn Val í kvöld. Abel Dhaira, markvörður ÍBV, gerði skelfileg mistök í fyrsta mark Valsmanna en Valsliðið var 2-0 yfir í hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu báðir eftir föst leikatriði frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni og Patrick Pedersen skoraði síðan þriðja markið snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Færin í leiknum voru fá. Nýting Valsmanna á föstum leikatriðum var góð. Eyjamenn virtust hreinlega ekki með hugann við efnið. Þeir áttu fáa spretti sem hefðu hugsanlega getað skilað einhverju. Heimamenn voru sprækari og duglegri aðilinn á vellinum. Seinni hálfleikur var frekar daufur fyrir utan mark Valsmanna. Liðin skiptust á tímabili á að missa boltann og leikmenn voru búnir að sætta sig við orðinn hlut. Heimamenn alsælir með góðan sigur en gestirnir ekki eins kátir. Vestamannaeyjingar gáfust þó ekki alveg upp og vörðu síðustu fimm mínútum leiksins talsvert í vítateig Valsara. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert varð úr því.Magnús Gylfason: Leikgleðin lykilatriði„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins í dag. Skipulagið gekk upp í dag. Við höfum verið að leggja upp með að sýna af okkur meiri leikgleði. Hún var algjört lykilatriði í dag. Hlutirnir þurfa líka að detta aðeins með mönnum í fótbolta, það gerðist í dag. Þessi leikur er gott veganesti inn í næsta leik gegn Víking,“ sagði Magnús þjálfari Vals sem var kátur með leik og leikgleði sinna manna í dag.„Hann er búinn að spila tvo leiki og hann fékk tækifæri og stóð sig mjög vel. Hann hélt hreinu og það eykur líka sjálfstraust hjá liðinu,“ bætti Magnús við aðspurður um unga markmanninn Anton Ara Einarsson.Sigurður Ragnar: Við getum ekkert kennt dómaranum um hvernig fór í dag„Við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum og við vorum skrefinu á eftir, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá er okkur refsað þegar við spilum við eins sterkt lið og Val. Það var of mikill munur á liðunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við töpum fyrir Val undir minni stjórn. Við vorum bara ekki nógu góðir þegar komið var inn á völlinn,“ sagði Sigurður, þjálfari ÍBV. „Ég veit ekki hvort þetta var brot, en það var klárlega farið í Abel en ég ætla ekki að segja hvort það hefði átt að dæma á það. Kiddi er góður dómari, við getum ekki kennt dómaranum um hvernig fór í dag,“ sagði Sigurður aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu með sannfærandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Eyjamenn áttu möguleika á því að komast upp fyrir Val og losa sig endanlega við fallbaráttuna en komust lítið áleiðis gegn Val í kvöld. Abel Dhaira, markvörður ÍBV, gerði skelfileg mistök í fyrsta mark Valsmanna en Valsliðið var 2-0 yfir í hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu báðir eftir föst leikatriði frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni og Patrick Pedersen skoraði síðan þriðja markið snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Færin í leiknum voru fá. Nýting Valsmanna á föstum leikatriðum var góð. Eyjamenn virtust hreinlega ekki með hugann við efnið. Þeir áttu fáa spretti sem hefðu hugsanlega getað skilað einhverju. Heimamenn voru sprækari og duglegri aðilinn á vellinum. Seinni hálfleikur var frekar daufur fyrir utan mark Valsmanna. Liðin skiptust á tímabili á að missa boltann og leikmenn voru búnir að sætta sig við orðinn hlut. Heimamenn alsælir með góðan sigur en gestirnir ekki eins kátir. Vestamannaeyjingar gáfust þó ekki alveg upp og vörðu síðustu fimm mínútum leiksins talsvert í vítateig Valsara. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert varð úr því.Magnús Gylfason: Leikgleðin lykilatriði„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins í dag. Skipulagið gekk upp í dag. Við höfum verið að leggja upp með að sýna af okkur meiri leikgleði. Hún var algjört lykilatriði í dag. Hlutirnir þurfa líka að detta aðeins með mönnum í fótbolta, það gerðist í dag. Þessi leikur er gott veganesti inn í næsta leik gegn Víking,“ sagði Magnús þjálfari Vals sem var kátur með leik og leikgleði sinna manna í dag.„Hann er búinn að spila tvo leiki og hann fékk tækifæri og stóð sig mjög vel. Hann hélt hreinu og það eykur líka sjálfstraust hjá liðinu,“ bætti Magnús við aðspurður um unga markmanninn Anton Ara Einarsson.Sigurður Ragnar: Við getum ekkert kennt dómaranum um hvernig fór í dag„Við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum og við vorum skrefinu á eftir, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá er okkur refsað þegar við spilum við eins sterkt lið og Val. Það var of mikill munur á liðunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við töpum fyrir Val undir minni stjórn. Við vorum bara ekki nógu góðir þegar komið var inn á völlinn,“ sagði Sigurður, þjálfari ÍBV. „Ég veit ekki hvort þetta var brot, en það var klárlega farið í Abel en ég ætla ekki að segja hvort það hefði átt að dæma á það. Kiddi er góður dómari, við getum ekki kennt dómaranum um hvernig fór í dag,“ sagði Sigurður aðspurður um dómgæsluna í leiknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira