Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - ÍBV 3-0 | Sannfærandi sigur hjá Val Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. ágúst 2014 17:09 Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu með sannfærandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Eyjamenn áttu möguleika á því að komast upp fyrir Val og losa sig endanlega við fallbaráttuna en komust lítið áleiðis gegn Val í kvöld. Abel Dhaira, markvörður ÍBV, gerði skelfileg mistök í fyrsta mark Valsmanna en Valsliðið var 2-0 yfir í hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu báðir eftir föst leikatriði frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni og Patrick Pedersen skoraði síðan þriðja markið snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Færin í leiknum voru fá. Nýting Valsmanna á föstum leikatriðum var góð. Eyjamenn virtust hreinlega ekki með hugann við efnið. Þeir áttu fáa spretti sem hefðu hugsanlega getað skilað einhverju. Heimamenn voru sprækari og duglegri aðilinn á vellinum. Seinni hálfleikur var frekar daufur fyrir utan mark Valsmanna. Liðin skiptust á tímabili á að missa boltann og leikmenn voru búnir að sætta sig við orðinn hlut. Heimamenn alsælir með góðan sigur en gestirnir ekki eins kátir. Vestamannaeyjingar gáfust þó ekki alveg upp og vörðu síðustu fimm mínútum leiksins talsvert í vítateig Valsara. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert varð úr því.Magnús Gylfason: Leikgleðin lykilatriði„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins í dag. Skipulagið gekk upp í dag. Við höfum verið að leggja upp með að sýna af okkur meiri leikgleði. Hún var algjört lykilatriði í dag. Hlutirnir þurfa líka að detta aðeins með mönnum í fótbolta, það gerðist í dag. Þessi leikur er gott veganesti inn í næsta leik gegn Víking,“ sagði Magnús þjálfari Vals sem var kátur með leik og leikgleði sinna manna í dag.„Hann er búinn að spila tvo leiki og hann fékk tækifæri og stóð sig mjög vel. Hann hélt hreinu og það eykur líka sjálfstraust hjá liðinu,“ bætti Magnús við aðspurður um unga markmanninn Anton Ara Einarsson.Sigurður Ragnar: Við getum ekkert kennt dómaranum um hvernig fór í dag„Við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum og við vorum skrefinu á eftir, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá er okkur refsað þegar við spilum við eins sterkt lið og Val. Það var of mikill munur á liðunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við töpum fyrir Val undir minni stjórn. Við vorum bara ekki nógu góðir þegar komið var inn á völlinn,“ sagði Sigurður, þjálfari ÍBV. „Ég veit ekki hvort þetta var brot, en það var klárlega farið í Abel en ég ætla ekki að segja hvort það hefði átt að dæma á það. Kiddi er góður dómari, við getum ekki kennt dómaranum um hvernig fór í dag,“ sagði Sigurður aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu með sannfærandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Eyjamenn áttu möguleika á því að komast upp fyrir Val og losa sig endanlega við fallbaráttuna en komust lítið áleiðis gegn Val í kvöld. Abel Dhaira, markvörður ÍBV, gerði skelfileg mistök í fyrsta mark Valsmanna en Valsliðið var 2-0 yfir í hálfleik. Haukur Páll Sigurðsson og Þórður Steinar Hreiðarsson skoruðu báðir eftir föst leikatriði frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni og Patrick Pedersen skoraði síðan þriðja markið snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Færin í leiknum voru fá. Nýting Valsmanna á föstum leikatriðum var góð. Eyjamenn virtust hreinlega ekki með hugann við efnið. Þeir áttu fáa spretti sem hefðu hugsanlega getað skilað einhverju. Heimamenn voru sprækari og duglegri aðilinn á vellinum. Seinni hálfleikur var frekar daufur fyrir utan mark Valsmanna. Liðin skiptust á tímabili á að missa boltann og leikmenn voru búnir að sætta sig við orðinn hlut. Heimamenn alsælir með góðan sigur en gestirnir ekki eins kátir. Vestamannaeyjingar gáfust þó ekki alveg upp og vörðu síðustu fimm mínútum leiksins talsvert í vítateig Valsara. Allt kom þó fyrir ekki og ekkert varð úr því.Magnús Gylfason: Leikgleðin lykilatriði„Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins í dag. Skipulagið gekk upp í dag. Við höfum verið að leggja upp með að sýna af okkur meiri leikgleði. Hún var algjört lykilatriði í dag. Hlutirnir þurfa líka að detta aðeins með mönnum í fótbolta, það gerðist í dag. Þessi leikur er gott veganesti inn í næsta leik gegn Víking,“ sagði Magnús þjálfari Vals sem var kátur með leik og leikgleði sinna manna í dag.„Hann er búinn að spila tvo leiki og hann fékk tækifæri og stóð sig mjög vel. Hann hélt hreinu og það eykur líka sjálfstraust hjá liðinu,“ bætti Magnús við aðspurður um unga markmanninn Anton Ara Einarsson.Sigurður Ragnar: Við getum ekkert kennt dómaranum um hvernig fór í dag„Við gáfum þeim of mikinn tíma á boltanum og við vorum skrefinu á eftir, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá er okkur refsað þegar við spilum við eins sterkt lið og Val. Það var of mikill munur á liðunum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við töpum fyrir Val undir minni stjórn. Við vorum bara ekki nógu góðir þegar komið var inn á völlinn,“ sagði Sigurður, þjálfari ÍBV. „Ég veit ekki hvort þetta var brot, en það var klárlega farið í Abel en ég ætla ekki að segja hvort það hefði átt að dæma á það. Kiddi er góður dómari, við getum ekki kennt dómaranum um hvernig fór í dag,“ sagði Sigurður aðspurður um dómgæsluna í leiknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira