Hræddir við að snúa aftur til keppni Sindri Sverrisson skrifar 1. maí 2020 08:00 Sergio Agüero hefur lítinn áhuga á að spila fótbolta feli það í sér hættu að smita fjölskylduna af Covid-19. VÍSIR/GETTY Sergio Agüero, markahrókur Manchester City, segir að leikmenn séu hræddir við að þurfa að snúa aftur til keppni á næstunni gangi áætlanir eftir um að ljúka leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Keppni í Englandi var stöðvuð í mars vegna kórónuveirufaraldursins en tímabilið gæti átt eftir að halda áfram í júní þrátt fyrir faraldurinn. Í Frakklandi hefur tímabilinu verið lýst loknu, og meðalstigafjöldi í leikjum látinn ráða lokastöðu, og í Hollandi var það strikað út og ákveðið að hefja tímabilið að nýju eftir sumarið. Englendingar halda hins vegar í vonina um að geta spilað og klárað tímabilið, en það leggst illa í Agüero: „Meirihluti leikmanna er hræddur vegna þess að menn eiga fjölskyldur, þeir eiga börn og ungabörn,“ sagði Agüero við El Chiringuito. „Þegar við snúum aftur get ég ímyndað mér að við verðum mjög órólegir. Við munum fara mjög varlega og um leið og einhver veikist mun maður hugsa; „Hvað gerðist þarna?“ Þetta hræðir mig,“ sagði Agüero. Í gær höfðu yfir 26.000 manns látist í Bretlandi vegna kórónuveirunnar og yfir 165.000 manns smitast. Í dag ætla ensku úrvalsdeildarfélögin að ræða áætlanir um að hefja æfingar og keppni að nýju, en Agüero segir leikmenn þá þurfa að taka áhættu nema að bóluefni fáist. „Það er fólk með sjúkdóminn sem sýnir ekki einkenni og það getur smitað mann. Maður getur verið smitaður án þess að vita nokkuð um það,“ benti Agüero á. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Sergio Agüero, markahrókur Manchester City, segir að leikmenn séu hræddir við að þurfa að snúa aftur til keppni á næstunni gangi áætlanir eftir um að ljúka leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Keppni í Englandi var stöðvuð í mars vegna kórónuveirufaraldursins en tímabilið gæti átt eftir að halda áfram í júní þrátt fyrir faraldurinn. Í Frakklandi hefur tímabilinu verið lýst loknu, og meðalstigafjöldi í leikjum látinn ráða lokastöðu, og í Hollandi var það strikað út og ákveðið að hefja tímabilið að nýju eftir sumarið. Englendingar halda hins vegar í vonina um að geta spilað og klárað tímabilið, en það leggst illa í Agüero: „Meirihluti leikmanna er hræddur vegna þess að menn eiga fjölskyldur, þeir eiga börn og ungabörn,“ sagði Agüero við El Chiringuito. „Þegar við snúum aftur get ég ímyndað mér að við verðum mjög órólegir. Við munum fara mjög varlega og um leið og einhver veikist mun maður hugsa; „Hvað gerðist þarna?“ Þetta hræðir mig,“ sagði Agüero. Í gær höfðu yfir 26.000 manns látist í Bretlandi vegna kórónuveirunnar og yfir 165.000 manns smitast. Í dag ætla ensku úrvalsdeildarfélögin að ræða áætlanir um að hefja æfingar og keppni að nýju, en Agüero segir leikmenn þá þurfa að taka áhættu nema að bóluefni fáist. „Það er fólk með sjúkdóminn sem sýnir ekki einkenni og það getur smitað mann. Maður getur verið smitaður án þess að vita nokkuð um það,“ benti Agüero á.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn