Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2020 11:20 Auður hringveugrinn í kringum Madrid á Spáni í lok mars. Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar að vegasamgöngur hafi dregist saman um tæp 50% á milli ára. Vísir/EPA Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna minnkandi efnahagsumsvifa í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þrátt fyrir að það væri metsamdráttur varar Alþjóðaorkumálastofnunin við því að þróunin sé ekki endileg góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Faraldurinn og aðgerðir ríkisstjórna heims til þess að hafa hemil á honum hefur leitt til fordæmalauss samdráttar á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri, bílaumferð hefur dregist saman víðast hvar og verksmiðjur standa auðar. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sem birt var í dag segir að ef fram fer sem horfir gæti losun koltvísýrings dregist saman um 2,6 milljarða tonna á þessu ári, um 8% samdráttur miðað við árið 2019. Losunin yrði þá á pari við árið 2010. Bruni á kolum hefur dregist saman um tæp átta prósent á fyrsta ársfjórðungi og olíunotkun um fimm prósent. Eftirspurn eftir vind- og sólarorku hefur aukist lítillega en almennt hefur dregið úr eftirspurn eftir raforku vegna minnkandi efnahagsumsvifa í faraldrinum. Gangi spáin eftir yrði samdrátturinn í losun sexfalt meiri en eftir fjármálakreppuna árið 2009 og margfalt meiri en gerðist eftir Kreppuna miklu eða eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu, að sögn New York Times. Nokkur óvissa er enn sögð um umfang samdráttarins. Margar þjóðir eru byrjaðar að huga að því að slaka á aðgerðum vegna faraldursins en ef takmarkanir verða lengur í gildi en nú er búist við gæti losunin dregist enn meira saman á þessu ári. Gæti aukist enn meira eftir að faraldrinum slotar Þrátt fyrir þetta telja sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þróunina nú ekki endilega jákvæða fyrir glímuna gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þegar faraldurinn gengur yfir og efnahagslíf ríkja heims fer aftur á flug gæti losunin stóraukist aftur nema ríkisstjórnir noti endurreisnina sem tækifæri til að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þessi sögulegi samdráttur á sér stað vegna allra röngu ástæðnanna. Fólk er að deyja og lönd verða fyrir gífurlegu efnahagslegu áfalli núna. Eina leiðin til að draga úr losun á sjálfbæran hátt er ekki með sársaukafullum útgöngubönnum heldur að reka réttu orku- og loftslagsstefnuna,“ segir Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar. Eftir kreppuna fyrir rúmum áratug jókst losun ennþá meira en hún hafði dregist saman þegar sumar þjóðir reyndu að gefa efnahagslífinu innspýtingu með því að veikja umhverfisreglur eða niðurgreiða mengandi iðnað. „Ein stærsta spurningin er hvort ríki ákveða að skipa hreinni orku í öndvegi í efnahagsaðgerðapökkum sínum,“ segir Birol. Vindmyllur á engi í Hanover í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari hefur talað um að huga þurfi að loftslagsmarkmiðum þegar ríki reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir faraldurinn.Vísir/EPA Þarf sambærilegan samdrátt út áratuginn Mögulega tímabundinn samdráttur í losun í faraldrinum nú er aðeins dropi í hafi þess sem vísindamenn segja að þurfi að gerast til að hægt verði að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Áætlað er að losun þurfi að dragast saman um átta prósent á hverju ári til ársins 2030 ef ætlunin er að halda hlýnuninni vel innan við 2°C. „Útgöngubann er einstakur atburður, það kemur þér ekki alla leið á leiðarenda,“ segir Glenn Peters, yfirmaður rannsókna með Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðina í Noregi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09 Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna minnkandi efnahagsumsvifa í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þrátt fyrir að það væri metsamdráttur varar Alþjóðaorkumálastofnunin við því að þróunin sé ekki endileg góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Faraldurinn og aðgerðir ríkisstjórna heims til þess að hafa hemil á honum hefur leitt til fordæmalauss samdráttar á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri, bílaumferð hefur dregist saman víðast hvar og verksmiðjur standa auðar. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sem birt var í dag segir að ef fram fer sem horfir gæti losun koltvísýrings dregist saman um 2,6 milljarða tonna á þessu ári, um 8% samdráttur miðað við árið 2019. Losunin yrði þá á pari við árið 2010. Bruni á kolum hefur dregist saman um tæp átta prósent á fyrsta ársfjórðungi og olíunotkun um fimm prósent. Eftirspurn eftir vind- og sólarorku hefur aukist lítillega en almennt hefur dregið úr eftirspurn eftir raforku vegna minnkandi efnahagsumsvifa í faraldrinum. Gangi spáin eftir yrði samdrátturinn í losun sexfalt meiri en eftir fjármálakreppuna árið 2009 og margfalt meiri en gerðist eftir Kreppuna miklu eða eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu, að sögn New York Times. Nokkur óvissa er enn sögð um umfang samdráttarins. Margar þjóðir eru byrjaðar að huga að því að slaka á aðgerðum vegna faraldursins en ef takmarkanir verða lengur í gildi en nú er búist við gæti losunin dregist enn meira saman á þessu ári. Gæti aukist enn meira eftir að faraldrinum slotar Þrátt fyrir þetta telja sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þróunina nú ekki endilega jákvæða fyrir glímuna gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þegar faraldurinn gengur yfir og efnahagslíf ríkja heims fer aftur á flug gæti losunin stóraukist aftur nema ríkisstjórnir noti endurreisnina sem tækifæri til að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þessi sögulegi samdráttur á sér stað vegna allra röngu ástæðnanna. Fólk er að deyja og lönd verða fyrir gífurlegu efnahagslegu áfalli núna. Eina leiðin til að draga úr losun á sjálfbæran hátt er ekki með sársaukafullum útgöngubönnum heldur að reka réttu orku- og loftslagsstefnuna,“ segir Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar. Eftir kreppuna fyrir rúmum áratug jókst losun ennþá meira en hún hafði dregist saman þegar sumar þjóðir reyndu að gefa efnahagslífinu innspýtingu með því að veikja umhverfisreglur eða niðurgreiða mengandi iðnað. „Ein stærsta spurningin er hvort ríki ákveða að skipa hreinni orku í öndvegi í efnahagsaðgerðapökkum sínum,“ segir Birol. Vindmyllur á engi í Hanover í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari hefur talað um að huga þurfi að loftslagsmarkmiðum þegar ríki reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir faraldurinn.Vísir/EPA Þarf sambærilegan samdrátt út áratuginn Mögulega tímabundinn samdráttur í losun í faraldrinum nú er aðeins dropi í hafi þess sem vísindamenn segja að þurfi að gerast til að hægt verði að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Áætlað er að losun þurfi að dragast saman um átta prósent á hverju ári til ársins 2030 ef ætlunin er að halda hlýnuninni vel innan við 2°C. „Útgöngubann er einstakur atburður, það kemur þér ekki alla leið á leiðarenda,“ segir Glenn Peters, yfirmaður rannsókna með Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðina í Noregi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09 Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15
Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09
Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33