Innlent

Trit­on sótti hjartveik­an skip­verja

Atli Ísleifsson skrifar
Þar sem skipið var utan drægi þyrlu Landhelgisgæslunnar var leitað aðstoðar danska varðskipsins Tríton.
Þar sem skipið var utan drægi þyrlu Landhelgisgæslunnar var leitað aðstoðar danska varðskipsins Tríton. Vísir/Daníel
Þyrla af danska Varðskipinu Triton er nú á leið til Reykjavíkur með sjúkling af erlendu rannsóknarskipi.

La
ndhelgisgæslunni barst aðstoðarbeiðni frá skipinu í gær vegna hjartaáfalls skipverja um borð í erlendu rannsóknarskipi sem þá var statt um 500 sjómílur suðvestur af Reykjavík en á leið inn í leitar- og björgunarsvæði Íslands.

Þar sem þetta var fyrir utan drægi þyrlu Landhelgisgæslunnar var óskað eftir aðstoð danska varðskipsins Triton sem þá var statt um 250 sjómílur norður af rannsóknarskipinu.

Áhöfn Trit­on náði til manns­ins um miðnætti í gær og lagði af stað áleiðis til Reykja­vík­ur að því er fram kemur í fréttatil­kynn­ingu Land­helg­isgæsl­unnar. Þegar komið var um tvö hundruð sjó­míl­ur frá Reykja­vík var þyrla varðskips­ins send af stað með mann­inn um borð. 

Áætlað er að lent verði með mann­inn við Land­spít­al­ann nú um kvöld­mat­ar­leytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×