Reimaði á sig markaskóna eftir ferð til Egyptalands Benedikt Bóas skrifar 25. maí 2019 08:00 Lilja Dögg Valþórsdóttir. Fréttablaðið/sigtryggur ari „Ég bað um skiptingu þegar skammt var eftir. Þá var líkaminn orðinn svolítið þreyttur – trúlega eftir flugin þrjú á sunnudaginn,“ segir Lilja Dögg Valþórsdóttir en hún skoraði fyrra mark KR í Pepsi Max deild kvenna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV. Lilja var í ævintýraferð með systur sinni í Egyptalandi og lenti á sunnudeginum á Klakanum. Náði einni æfingu og reimaði á sig markaskóna á þriðjudegi í fyrsta sigri KR í deildinni. „Egyptaland er ótrúlega merkilegt land og við vorum að skoða og fræðast um allar þessar fornminjar sem eru þarna. Það er ótrúlegt að standa við hlið eða inni í píramídunum og sjá alla þessa sögu. Maður verður einhvern veginn svo agnarsmár á þessum stað,“ segir hún. Lilja er elsti leikmaður deildarinnar, fædd árið 1982, og er því 37 ára gömul. Hún hefur spilað 240 leiki á sínum ferli og skorað 13 mörk en líkt og tölfræðin sýnir þá spilar hún í vörninni. „Það er ennþá ótrúlega gaman að vakna og bíða eftir að komast á æfingu. Líkaminn er í fínu standi og ég hef verið heppin með meiðsli á undirbúningstímabilinu. Ég gat því æft af fullum krafti í vetur og komið vel undirbúin inn í Íslandsmótið. Á meðan líkaminn leyfir og mér finnst þetta ennþá jafn gaman þá er ég ekkert að fara að hætta. En ég mæli ekkert endilega með ferðalagi til Egyptalands svona á miðju tímabili en þetta var einfaldlega þannig ferð að ég gat ekki sleppt henni.Systir mín náði að plata mig með og ég sé alls ekki eftir því. Næst er það Breiðablik í deildinni og það var lífsnauðsynlegt að fá okkar fyrstu stig með þessum sigri á ÍBV. Við stefnum á að byggja ofan á hann,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
„Ég bað um skiptingu þegar skammt var eftir. Þá var líkaminn orðinn svolítið þreyttur – trúlega eftir flugin þrjú á sunnudaginn,“ segir Lilja Dögg Valþórsdóttir en hún skoraði fyrra mark KR í Pepsi Max deild kvenna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV. Lilja var í ævintýraferð með systur sinni í Egyptalandi og lenti á sunnudeginum á Klakanum. Náði einni æfingu og reimaði á sig markaskóna á þriðjudegi í fyrsta sigri KR í deildinni. „Egyptaland er ótrúlega merkilegt land og við vorum að skoða og fræðast um allar þessar fornminjar sem eru þarna. Það er ótrúlegt að standa við hlið eða inni í píramídunum og sjá alla þessa sögu. Maður verður einhvern veginn svo agnarsmár á þessum stað,“ segir hún. Lilja er elsti leikmaður deildarinnar, fædd árið 1982, og er því 37 ára gömul. Hún hefur spilað 240 leiki á sínum ferli og skorað 13 mörk en líkt og tölfræðin sýnir þá spilar hún í vörninni. „Það er ennþá ótrúlega gaman að vakna og bíða eftir að komast á æfingu. Líkaminn er í fínu standi og ég hef verið heppin með meiðsli á undirbúningstímabilinu. Ég gat því æft af fullum krafti í vetur og komið vel undirbúin inn í Íslandsmótið. Á meðan líkaminn leyfir og mér finnst þetta ennþá jafn gaman þá er ég ekkert að fara að hætta. En ég mæli ekkert endilega með ferðalagi til Egyptalands svona á miðju tímabili en þetta var einfaldlega þannig ferð að ég gat ekki sleppt henni.Systir mín náði að plata mig með og ég sé alls ekki eftir því. Næst er það Breiðablik í deildinni og það var lífsnauðsynlegt að fá okkar fyrstu stig með þessum sigri á ÍBV. Við stefnum á að byggja ofan á hann,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki