Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2018 11:16 Peter Dutton gæti orðið næsti forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/EPA Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmaður úr Frjálslynda flokki hans skoraði hann á hólm í leiðtogakosningu. Áskorandanum er lýst sem harðlínuhægrimanni í innflytjenda- og loftslagsmálum. Turnbull var gerður afturreka með frumvarp um orkumál í vikunni vegna andstöðu hluta eigin flokks. Féll forsætisráðherrann þá frá markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Staða Turnbull hefur aðeins versnað síðan með afsögnum ráðherra úr ríkisstjórninni. Undir forystu hans hefur flokknum vegnað illa í skoðanakönnunum undanfarið en búist er við að boðað verði til kosninga fyrir maí á næsta ári. Forsætisráðherrann stóð af sér atlögu að formennskunni í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í gær. Peter Dutton, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur hins vegar sagt að hann bjóði sig fram í leiðtogakjöri gegn Turnbull. Dutton hefur talað fyrir harðlínustefnu í málefnum innflytjenda. Hann vill snúa við bátum hælisleitenda, svipta öfgamenn ríkisborgararétti og herða kröfur um færni í ensku fyrir innflytjendur sem sækjast eftir ríkisborgararétti, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vakti töluverða hneykslan þegar Dutton sagði að hvítir bændur í Suður-Afríku sem væru í hættu af því að vera beittir ofbeldi í heimalandinu ættu að fá stöðu flóttamanna því að þeir „þurfa hjálp frá siðmenntuðu landi“.CNN-fréttastofan segir að líkurnar á að ástralska ríkisstjórnin grípi til aðgerða í loftslagsmálum dvíni enn frekar nái Dutton völdum í Frjálslynda flokknum. Þar geisar engu að síður versti þurrkur í manna minnum sem vísindamenn segja að hnattræn hlýnun hafi gert líklegri til að eiga sér stað. Fjöldi kjarrelda hefur fylgt þurrkinum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmaður úr Frjálslynda flokki hans skoraði hann á hólm í leiðtogakosningu. Áskorandanum er lýst sem harðlínuhægrimanni í innflytjenda- og loftslagsmálum. Turnbull var gerður afturreka með frumvarp um orkumál í vikunni vegna andstöðu hluta eigin flokks. Féll forsætisráðherrann þá frá markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Staða Turnbull hefur aðeins versnað síðan með afsögnum ráðherra úr ríkisstjórninni. Undir forystu hans hefur flokknum vegnað illa í skoðanakönnunum undanfarið en búist er við að boðað verði til kosninga fyrir maí á næsta ári. Forsætisráðherrann stóð af sér atlögu að formennskunni í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í gær. Peter Dutton, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur hins vegar sagt að hann bjóði sig fram í leiðtogakjöri gegn Turnbull. Dutton hefur talað fyrir harðlínustefnu í málefnum innflytjenda. Hann vill snúa við bátum hælisleitenda, svipta öfgamenn ríkisborgararétti og herða kröfur um færni í ensku fyrir innflytjendur sem sækjast eftir ríkisborgararétti, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vakti töluverða hneykslan þegar Dutton sagði að hvítir bændur í Suður-Afríku sem væru í hættu af því að vera beittir ofbeldi í heimalandinu ættu að fá stöðu flóttamanna því að þeir „þurfa hjálp frá siðmenntuðu landi“.CNN-fréttastofan segir að líkurnar á að ástralska ríkisstjórnin grípi til aðgerða í loftslagsmálum dvíni enn frekar nái Dutton völdum í Frjálslynda flokknum. Þar geisar engu að síður versti þurrkur í manna minnum sem vísindamenn segja að hnattræn hlýnun hafi gert líklegri til að eiga sér stað. Fjöldi kjarrelda hefur fylgt þurrkinum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00
Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30