Tapaði 62 þúsund pundum á tveimur dögum en hætti ekki að veðja Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2020 14:15 Gillespie í leik með goðsagnaliði Manchester United en hann byrjaði ferilinn hjá United. vísir/getty Keith Gillespie, fyrrum leikmaður Man. United og Newcastle til að mynda, átti við mikil veðmálavandamál að stríða meðan á ferlinum stóð yfir. Gillespie greinir frá þessu í pistli á Daily Mail en þar fer hann yfir veðmálafíkn sína. „Það voru mörg augnablik yfir árin þar sem ég vissi að ég þyrfti að hætta. Árið 1995 tapaði ég 47 þúsund pundum eitt kvöldið í símanum,“ byrjaði Keith pistil sinn. Árið 1995 var hann á mála hjá Newcastle þar sem hann lék yfir 100 leiki. „Ég hefði átt að fatta þetta þá en ég lærði ekki að því og daginn eftir tapaði ég 15 þúsund pundum. Það skipti engu máli að ég var knattspyrnumaður. Ef þú ert háður getur þetta gerst við hvern sem er.“ Hann tapaði því 62 þúsund pundum á tveimur dögum en það eru rúmar tíu milljónir á núverandi gengi. „Tengingin milli fótbolta og veðmála er án nokkurs vafa óheilbrigð. Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið og fyrsta auglýsingin sem þú sérð í hálfleik er Ray Winstone að segja að stuðullinn á að þessi leikmaður skori sé þetta og hitt. Þetta er alltaf í andlitinu á þér.“ Keith Gillespie explains how he lost £47,000 in on afternoon and why the FA must reconsider Bet365 partnership https://t.co/GirgDZqkkL— Sami Mokbel (@SamiMokbel81_DM) January 9, 2020 Gillespie segir að ástandið hafi versnað svo um munar eftir að veðmálasíðurnar hafi komið, það er að segja fólk hafi getað veðjað í gegnum netið. „Tengingin milli enska knattspyrnusambandsins og BET365 lýsir vandamálinu. Það er enginn vafi á því. Sambandið ætti að endurskoða það samstarf því sambandið ætti að gera meira í vandamálinu en ekki vinna með þessum fyrirtækjum.“ Þennan áhugaverða pistil Gillespie má sjá hér en hann lék 86 landsleiki fyrir Norður-Írland. Enski boltinn Fjárhættuspil Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Keith Gillespie, fyrrum leikmaður Man. United og Newcastle til að mynda, átti við mikil veðmálavandamál að stríða meðan á ferlinum stóð yfir. Gillespie greinir frá þessu í pistli á Daily Mail en þar fer hann yfir veðmálafíkn sína. „Það voru mörg augnablik yfir árin þar sem ég vissi að ég þyrfti að hætta. Árið 1995 tapaði ég 47 þúsund pundum eitt kvöldið í símanum,“ byrjaði Keith pistil sinn. Árið 1995 var hann á mála hjá Newcastle þar sem hann lék yfir 100 leiki. „Ég hefði átt að fatta þetta þá en ég lærði ekki að því og daginn eftir tapaði ég 15 þúsund pundum. Það skipti engu máli að ég var knattspyrnumaður. Ef þú ert háður getur þetta gerst við hvern sem er.“ Hann tapaði því 62 þúsund pundum á tveimur dögum en það eru rúmar tíu milljónir á núverandi gengi. „Tengingin milli fótbolta og veðmála er án nokkurs vafa óheilbrigð. Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið og fyrsta auglýsingin sem þú sérð í hálfleik er Ray Winstone að segja að stuðullinn á að þessi leikmaður skori sé þetta og hitt. Þetta er alltaf í andlitinu á þér.“ Keith Gillespie explains how he lost £47,000 in on afternoon and why the FA must reconsider Bet365 partnership https://t.co/GirgDZqkkL— Sami Mokbel (@SamiMokbel81_DM) January 9, 2020 Gillespie segir að ástandið hafi versnað svo um munar eftir að veðmálasíðurnar hafi komið, það er að segja fólk hafi getað veðjað í gegnum netið. „Tengingin milli enska knattspyrnusambandsins og BET365 lýsir vandamálinu. Það er enginn vafi á því. Sambandið ætti að endurskoða það samstarf því sambandið ætti að gera meira í vandamálinu en ekki vinna með þessum fyrirtækjum.“ Þennan áhugaverða pistil Gillespie má sjá hér en hann lék 86 landsleiki fyrir Norður-Írland.
Enski boltinn Fjárhættuspil Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira