Fjársterkir einstaklingar lífæð knattspyrnudeilda Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 23:00 Jóhann Már Helgason var gestur í Sportinu í dag og fór yfir málin með Henry Birgi og Kjartani Atla. MYND/STÖÐ 2 SPORT Fjársterkir stuðningsmenn eru lífæð margra knattspyrnudeilda á Íslandi, sérstaklega á meðal bestu liðanna í Pepsi Max-deild karla. Þetta segir Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, í Sportinu í dag. Í skýrslunni skrifaði hann að við bankahrunið árið 2008 hefðu flestar styrktargreiðslur til félaga minnkað og jafnvel horfið næstu 2-3 árin. Hvað gæti þá gerst núna í kórónuveirukrísunni? „Það er bara vont að spá um það, vegna þess að manni líður illa við að hugsa til þess. Það eru mjög mörg fyrirtæki sem núna þurfa að halda að sér höndum. Ég kom inn á það þegar ég skrifaði skýrsluna að þessi fyrirtæki sem svo sannarlega styrkja íþróttafélögin í kringum sig og standa sig ótrúlega vel í að gera það… maður skilur að það séu brostnar forsendur hjá þeim og þau þurfi að draga saman seglin. Það sem íþróttafélögin hafa hins vegar, og ég vona svo sannarlega að það verði ekki breyting þar á, eru mjög sterkir bakhjarlar í formi einstaklinga sem leggja rekstrinum lið,“ segir Jóhann. Þessir einstaklingar séu í raun lífæð knattspyrnudeilda: „Það sem ég á við er að það væri ekki hægt að reka apparatið nema að þessir aðilar kæmu til. Ég held að þannig sé það í flestum tilfellum, sérstaklega í efsta laginu í Pepsi Max-deild karla. Það skiptir gríðarlega miklu máli að það komi svona aðilar inn, stuðningsmenn með stórt hjarta fyrir sínu félagi. Svona greiðslur geta verið eins skiptis greiðslur eða mánaðargreiðslur, það er allur gangur á því, en þetta er það sem skiptir félögin öllu máli. Vonandi verður ekki breyting þar á því þá er útlitið mjög dökkt fyrir reksturinn.“ Klippa: Sportið í dag - Rekstur íslenskra knattspyrnufélaga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Fjársterkir stuðningsmenn eru lífæð margra knattspyrnudeilda á Íslandi, sérstaklega á meðal bestu liðanna í Pepsi Max-deild karla. Þetta segir Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, í Sportinu í dag. Í skýrslunni skrifaði hann að við bankahrunið árið 2008 hefðu flestar styrktargreiðslur til félaga minnkað og jafnvel horfið næstu 2-3 árin. Hvað gæti þá gerst núna í kórónuveirukrísunni? „Það er bara vont að spá um það, vegna þess að manni líður illa við að hugsa til þess. Það eru mjög mörg fyrirtæki sem núna þurfa að halda að sér höndum. Ég kom inn á það þegar ég skrifaði skýrsluna að þessi fyrirtæki sem svo sannarlega styrkja íþróttafélögin í kringum sig og standa sig ótrúlega vel í að gera það… maður skilur að það séu brostnar forsendur hjá þeim og þau þurfi að draga saman seglin. Það sem íþróttafélögin hafa hins vegar, og ég vona svo sannarlega að það verði ekki breyting þar á, eru mjög sterkir bakhjarlar í formi einstaklinga sem leggja rekstrinum lið,“ segir Jóhann. Þessir einstaklingar séu í raun lífæð knattspyrnudeilda: „Það sem ég á við er að það væri ekki hægt að reka apparatið nema að þessir aðilar kæmu til. Ég held að þannig sé það í flestum tilfellum, sérstaklega í efsta laginu í Pepsi Max-deild karla. Það skiptir gríðarlega miklu máli að það komi svona aðilar inn, stuðningsmenn með stórt hjarta fyrir sínu félagi. Svona greiðslur geta verið eins skiptis greiðslur eða mánaðargreiðslur, það er allur gangur á því, en þetta er það sem skiptir félögin öllu máli. Vonandi verður ekki breyting þar á því þá er útlitið mjög dökkt fyrir reksturinn.“ Klippa: Sportið í dag - Rekstur íslenskra knattspyrnufélaga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02
Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15