Erlent

B-vítamín vinnur gegn Alzheimer

Jón Júlíus Karlsson skrifar
B-vítamín gæti verið lykillinn að lækningu á Alzheimer.
B-vítamín gæti verið lykillinn að lækningu á Alzheimer. Mynd/GETTY IMages
Norskir og breskir vísindamenn telja að B-vítamín geti hægt á framþróun Alzheimerssjúkdómsins og jafnframt komið í veg fyrir rýrnun heilans sem sjúkdómurinn herjar á.

„Niðurstöðurnar hafa verið frábærar. Þær sýna að það er hægt að hægja á framþróun sjúkdómsins, eitthvað sem ekki hefur verið sýnt fram á áður. Niðurstöðurnar eru skýrar,“ segir Helga Refsum, prófessor við Háskólann í Osló.

Refsum segir niðurstöðurnar glæða vonir manna um að hægt sé að koma í veg fyrir sjúkdóminn. Um 200 sjúklingar með Alzheimer á forstigi tóku þátt í rannsókninni sem Oxford háskólinn og Háskólinn í Osló stóðu fyrir. Helmingur sjúklinga fékk stóran skammt af B-vítamíni en hinn helmingurinn ekki. Niðurstöðurnar tala sínu máli því sá hópur sem fékk B-vítamín varð fyrir 90% minni rýrnun á heila en þeir sem fengu ekki B-vítamín.

Þrátt fyrir þessi tíðindi þá er fólki ráðlagt að fara ekki úr hófi í inntöku á B-vítamíni. Há inntaka B-vítamíns getur leitt til alvarlegra aukaverkana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×