Vonar að kjarasamningar náist fyrir þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Í síðustu aðgerðalotu hjá Eflingu þurfti að loka leikskólum og skólum vegna aðgerðanna, áður en þeim varð síðan frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist binda miklar vonir við að samningar náist fyrir þriðjudag. „Við bindum auðvitað mjög miklar vonir við það. Þetta er auðvitað bara mjög einfalt mál: Við förum fram á þessa einföldu réttlætisaðgerð, þessa leiðréttingu. Við förum fram á að við náum að skrifa undir fyrir þetta fólk eins samning og við gengum frá bæði við Reykjavíkurborg og ríkið og ef viljinn er fyrir hendi hjá viðsemjendum okkar þá er málið í rauninni bara tilbúið, það eina sem þarf er að skrifa undir.“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að þetta starfsfólk fái kjarasamninga. Það sé ólíðandi að það fái ekki eðlilega kjarasamninga vegna ógæfunnar sem hefur gengið yfir landið. „Þetta fólk sem hér um ræðir er svokallað ómissandi starfsfólk. Þetta er fólkið sem sinnir algjörum grundvallar störfum í þessu samfélagi: skólaliðar, heimaþjónusta. Það gengur ekki að sökum þess að hér hafi þessi ógæfa dunið yfir að þau fái ekki eðlilegan kjarasamning. Það er ólíðandi óréttlæti.“ Þá séu þessir einstaklingar einnig gríðarlega mikilvægir í þeirri vinnu að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. „Svo má auðvitað nota tækifærið og benda á það að í ástandi eins og þessu þá skiptir auðvitað mjög miklu máli að láglaunafólk hafi eitthvað á milli handanna svo að það geti sannarlega tekið hér þátt í því að koma hagkerfinu aftur í gang með neyslu sem á sér þá stað hér innanlands.“ Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Ölfus Hveragerði Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38 Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33 Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Í síðustu aðgerðalotu hjá Eflingu þurfti að loka leikskólum og skólum vegna aðgerðanna, áður en þeim varð síðan frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist binda miklar vonir við að samningar náist fyrir þriðjudag. „Við bindum auðvitað mjög miklar vonir við það. Þetta er auðvitað bara mjög einfalt mál: Við förum fram á þessa einföldu réttlætisaðgerð, þessa leiðréttingu. Við förum fram á að við náum að skrifa undir fyrir þetta fólk eins samning og við gengum frá bæði við Reykjavíkurborg og ríkið og ef viljinn er fyrir hendi hjá viðsemjendum okkar þá er málið í rauninni bara tilbúið, það eina sem þarf er að skrifa undir.“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að þetta starfsfólk fái kjarasamninga. Það sé ólíðandi að það fái ekki eðlilega kjarasamninga vegna ógæfunnar sem hefur gengið yfir landið. „Þetta fólk sem hér um ræðir er svokallað ómissandi starfsfólk. Þetta er fólkið sem sinnir algjörum grundvallar störfum í þessu samfélagi: skólaliðar, heimaþjónusta. Það gengur ekki að sökum þess að hér hafi þessi ógæfa dunið yfir að þau fái ekki eðlilegan kjarasamning. Það er ólíðandi óréttlæti.“ Þá séu þessir einstaklingar einnig gríðarlega mikilvægir í þeirri vinnu að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. „Svo má auðvitað nota tækifærið og benda á það að í ástandi eins og þessu þá skiptir auðvitað mjög miklu máli að láglaunafólk hafi eitthvað á milli handanna svo að það geti sannarlega tekið hér þátt í því að koma hagkerfinu aftur í gang með neyslu sem á sér þá stað hér innanlands.“
Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Ölfus Hveragerði Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38 Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33 Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38
Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33
Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00