Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Guðmundur Engilbertsson skrifar 23. apríl 2020 17:00 Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis snemma árs 2017 um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar í Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA) var sérstaklega bent á alvarlegar vísbendingar um yfirvofandi kennaraskort hér á landi. Háskólarnir næðu ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Ríkisendurskoðun hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða og háskólana til að leita leiða til að fjölga kennaranemum. Stjórnvöld hafa stigið mikilvæg skref til að bregðast við ákallinu. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda tóku gildi í ársbyrjun 2020. Þau liðka fyrir því að kennarar geti starfað þvert á skólastig ef hæfni þeirra leyfir og opna jafnframt fyrir starfsmiðað meistaranám til kennsluréttinda (MT nám) þar sem nemendur sérhæfa sig með því að velja námskeið í stað þess að skrifa meistaraprófsritgerð. Stjórnvöld hafa veitt nemendum styrki til að ljúka kennaranámi og starfandi kennurum styrki til náms í starfstengdri leiðsögn til þess að styðja betur við kennaranema á vettvangi og nýliða á fyrstu árum í starfi og vinna þannig markvisst gegn brotthvarfi. Þá má benda á launað starfsnám kennaranema – eins konar kandídatsár – sem komið var á síðastliðið haust. Skipuð var sérstök ráðgjafarnefnd til að fylgja aðgerðunum eftir. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að eflingu leikskólastigsins enda er skortur á kennurum mestur á leikskólastigi. Allt eru þetta áþreifanlegar og markvissar aðgerðir. Mikill hugur er í háskólunum að taka þátt í þessu mikilvæga átaki í menntamálum. Þeir eru hins vegar misvel í stakk búnir til þess. Fjárframlög til þeirra taka mið af greiðslulíkani sem var fryst fyrir nokkrum árum og endurspeglar ekki veruleikann eins og hann er í dag. Frá þeim tíma hefur t.d. aðsókn í nám við HA aukist verulega. Það hlaut því að koma að því að HA þyrfti að takmarka aðgengi að námi til að tryggja skólanum eðlilega rekstrarstöðu miðað við greiðslulíkan og þau gæði í námi og kennslu sem hann vill standa fyrir. Það setur hins vegar kennaranám við HA í stöðu sem er algerlega á skjön við aðgerðir í menntamálum. Staðan er einnig á skjön við aðstæður í dag sem væntanlega munu leiða til fjölgunar umsókna í nám næsta haust. Þótt kennaradeild HA hafi fjölbreytt námsframboð, faglega burði og vilja til þess að taka við fleiri nemum – í samræmi við þarfir samfélagsins – hamla ytri aðstæður því. Það getur ekki á neinn hátt talist viðunandi staða í ljósi yfirlýstra markmiða um að fjölga kennaranemum. Þessu þarf að koma í rétt horf og ég veit að menntamálaráðherra, sem hefur leitt aðgerðir í menntamálum til að tryggja eðlilega nýliðun í kennslu, getur það. Ljóst er af ofansögðu að tryggja þarf háskólum sem bjóða upp á kennaranám nægt fé til að standa straum af kostnaði sem fylgir fjölgun nema. Það er eðlilegt og fullkomlega í anda þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Ég treysti því að ráðafólk sjái að það er bæði augljóst og mikilvægt að gera sem allra fyrst. Jafnframt þarf að huga að stöðu HA almennt. Aðsókn í nám við skólann sýnir hversu mikið traust er borið til hans og hversu sterkan samfélagslegan stuðning hann hefur. Honum ætti að gefa gott svigrúm til að vaxa og dafna. Það er í þágu íslensks samfélags. Höfundur er formaður kennaradeildar HA og fulltrúi háskólastigsins í Ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis snemma árs 2017 um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar í Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA) var sérstaklega bent á alvarlegar vísbendingar um yfirvofandi kennaraskort hér á landi. Háskólarnir næðu ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Ríkisendurskoðun hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða og háskólana til að leita leiða til að fjölga kennaranemum. Stjórnvöld hafa stigið mikilvæg skref til að bregðast við ákallinu. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda tóku gildi í ársbyrjun 2020. Þau liðka fyrir því að kennarar geti starfað þvert á skólastig ef hæfni þeirra leyfir og opna jafnframt fyrir starfsmiðað meistaranám til kennsluréttinda (MT nám) þar sem nemendur sérhæfa sig með því að velja námskeið í stað þess að skrifa meistaraprófsritgerð. Stjórnvöld hafa veitt nemendum styrki til að ljúka kennaranámi og starfandi kennurum styrki til náms í starfstengdri leiðsögn til þess að styðja betur við kennaranema á vettvangi og nýliða á fyrstu árum í starfi og vinna þannig markvisst gegn brotthvarfi. Þá má benda á launað starfsnám kennaranema – eins konar kandídatsár – sem komið var á síðastliðið haust. Skipuð var sérstök ráðgjafarnefnd til að fylgja aðgerðunum eftir. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að eflingu leikskólastigsins enda er skortur á kennurum mestur á leikskólastigi. Allt eru þetta áþreifanlegar og markvissar aðgerðir. Mikill hugur er í háskólunum að taka þátt í þessu mikilvæga átaki í menntamálum. Þeir eru hins vegar misvel í stakk búnir til þess. Fjárframlög til þeirra taka mið af greiðslulíkani sem var fryst fyrir nokkrum árum og endurspeglar ekki veruleikann eins og hann er í dag. Frá þeim tíma hefur t.d. aðsókn í nám við HA aukist verulega. Það hlaut því að koma að því að HA þyrfti að takmarka aðgengi að námi til að tryggja skólanum eðlilega rekstrarstöðu miðað við greiðslulíkan og þau gæði í námi og kennslu sem hann vill standa fyrir. Það setur hins vegar kennaranám við HA í stöðu sem er algerlega á skjön við aðgerðir í menntamálum. Staðan er einnig á skjön við aðstæður í dag sem væntanlega munu leiða til fjölgunar umsókna í nám næsta haust. Þótt kennaradeild HA hafi fjölbreytt námsframboð, faglega burði og vilja til þess að taka við fleiri nemum – í samræmi við þarfir samfélagsins – hamla ytri aðstæður því. Það getur ekki á neinn hátt talist viðunandi staða í ljósi yfirlýstra markmiða um að fjölga kennaranemum. Þessu þarf að koma í rétt horf og ég veit að menntamálaráðherra, sem hefur leitt aðgerðir í menntamálum til að tryggja eðlilega nýliðun í kennslu, getur það. Ljóst er af ofansögðu að tryggja þarf háskólum sem bjóða upp á kennaranám nægt fé til að standa straum af kostnaði sem fylgir fjölgun nema. Það er eðlilegt og fullkomlega í anda þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Ég treysti því að ráðafólk sjái að það er bæði augljóst og mikilvægt að gera sem allra fyrst. Jafnframt þarf að huga að stöðu HA almennt. Aðsókn í nám við skólann sýnir hversu mikið traust er borið til hans og hversu sterkan samfélagslegan stuðning hann hefur. Honum ætti að gefa gott svigrúm til að vaxa og dafna. Það er í þágu íslensks samfélags. Höfundur er formaður kennaradeildar HA og fulltrúi háskólastigsins í Ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun