Erlent

Dæmdir fyrir aftökur nærri Srebrenica

Serbneskur stríðsglæpadómstóll dæmdi í dag fjóra karlmenn í fimm til tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa myrt sex unga Bosníu-múslíma á síðustu dögum Balkanskagastríðsins sem stóð yfir á árunum 1992-1195. Mennirnir voru allir í hersveit sem bar nafnið Sporðdrekarnir.

Þeir tóku það upp á kvikmyndatökuvél þegar þeir tóku múslímana af lífi en myndbandið var sýnt í Serbíu árið 2005 og vakti mikla reiði. Morðin áttu sér stað þann 17. júlí 1995 í smábæ skammt frá Srebrenica en þar voru um átta þúsund Bosníu-múslímar teknir af lífi í sömu viku.

Þetta er fyrsti dómur sem fellur í Serbíu í tengslum við fjöldamorðin en þar í landi var komið á fót stríðsglæpadómstól árið 2003 til þess að dæma í málum tengdum Balkanskagastríðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×