Erlent

WHO: Faraldrinum fjarri því lokið

Kjartan Kjartansson skrifar
Dr. Tedros, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á upplýsingafundi vegna faraldursins í febrúar.
Dr. Tedros, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á upplýsingafundi vegna faraldursins í febrúar. Vísir/EPA

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að kórónuveiruheimsfaraldrinum sé hvergi nærri lokið. Hann lýsir djúpum áhyggjum af áhrifum faraldursins á heilbrigðisþjónustu, sérstaklega fyrir börn.

Faraldurinn er enn í vexti í Afríku, Austur-Evrópu, Rómönsku Ameríku og sumum Asíulöndum þrátt fyrir að hann virðist í rénun í sumum vestrænum ríkjum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir langan veg framundan.

„Faraldrinum er fjarri því lokið,“ sagði Tedros í dag.

Hvatti hann lönd til að hafa uppi á nýjum smitum, einangra mögulega smitbera, taka sýni og meðhöndla alla sjúklinga með Covid-19 áfram þegar byrjað verður að slaka á takmörkunum frekar.

Skortur á bóluefni gegn öðrum sjúkdómum geri nú vart við sig í 21 landi vegna landamæralokana sem tengjast kórónuveirufaraldrinum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

„Fjöldi malaríutilfella í Afríku sunnan Sahara gæti tvöfaldast. Það þarf ekki að gerast, við erum að vinna með ríkjum til að styðja þau,“ sagði Tedros sem kallaði eftir alþjóðlegri samstöðu.


Tengdar fréttir

Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin

Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnuninni til lengri tíma litið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×