Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2020 13:44 Nú er skylda að vera með andlitsgrímu á lestarstöðvum í Þýskalandi. Vísir/AP Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna en mjög mismunandi er eftir hverju ríki hvernig reglunum verður framfylgt. Reglurnar, sem settar eru í von um að þær muni hefta úbreiðslu kórónuveirunnar, tóku gildi í fimmtán af sextán sambandsríkjum Þýskalands í morgun. Slésvík-Holstein mun bætast í hópinn á miðvikudaginn. Samkvæmt reglunum er lágmarkssekt fyrir þá ekki bera andlitsgrímur 25 evrur, rétt um fjögur þúsund krónur. Hámarkssektin er öllu hærri eða tíu þúsund evrur, um 1,6 milljónir króna. Hámarkssektin gildir fyrir verslunareigendur sem ganga ekki úr skugga um að starfsmenn þeirra beri andlitsgrímur. Það er þó mjög mismunandi eftir ríkjum hvernig reglunum verður framfylgt. Þannig hafa yfirvöld í Brandenburg og Berlín sagt að þar verði ekki lagðar á sektir, heldur frekar höfðað til samvisku íbúa um að ganga um með grímurnar þar sem það er skylt. Yfirvöld hafa einnig lagt áherslu á að andlitsgrímuskyldan feli ekki í sér að grímurnar þurfi að vera læknisfræðilega samþykktar, nóg sé að vera með klút eða annað sem hylur vitin. Þetta hafa sérfræðingar í smitvörnum gagnrýnt og sagt að klútar og treflar séu gagnlitlir til þess að draga úr smithættu, auk þess sem að í því geti falist falskt öryggi. Andlitsgrímukrafan gildir um alla þá sem eru sex ára og eldri. Alls hafa um 155 þúsund einstaklingar greinst með kórónuveirusmit í Þýskalandi, 5.750 hafa látist en faraldurinn virðist vera á niðurleið í Þýskalandi. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna en mjög mismunandi er eftir hverju ríki hvernig reglunum verður framfylgt. Reglurnar, sem settar eru í von um að þær muni hefta úbreiðslu kórónuveirunnar, tóku gildi í fimmtán af sextán sambandsríkjum Þýskalands í morgun. Slésvík-Holstein mun bætast í hópinn á miðvikudaginn. Samkvæmt reglunum er lágmarkssekt fyrir þá ekki bera andlitsgrímur 25 evrur, rétt um fjögur þúsund krónur. Hámarkssektin er öllu hærri eða tíu þúsund evrur, um 1,6 milljónir króna. Hámarkssektin gildir fyrir verslunareigendur sem ganga ekki úr skugga um að starfsmenn þeirra beri andlitsgrímur. Það er þó mjög mismunandi eftir ríkjum hvernig reglunum verður framfylgt. Þannig hafa yfirvöld í Brandenburg og Berlín sagt að þar verði ekki lagðar á sektir, heldur frekar höfðað til samvisku íbúa um að ganga um með grímurnar þar sem það er skylt. Yfirvöld hafa einnig lagt áherslu á að andlitsgrímuskyldan feli ekki í sér að grímurnar þurfi að vera læknisfræðilega samþykktar, nóg sé að vera með klút eða annað sem hylur vitin. Þetta hafa sérfræðingar í smitvörnum gagnrýnt og sagt að klútar og treflar séu gagnlitlir til þess að draga úr smithættu, auk þess sem að í því geti falist falskt öryggi. Andlitsgrímukrafan gildir um alla þá sem eru sex ára og eldri. Alls hafa um 155 þúsund einstaklingar greinst með kórónuveirusmit í Þýskalandi, 5.750 hafa látist en faraldurinn virðist vera á niðurleið í Þýskalandi.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira