Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 10:30 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fyrr í þessu mánuði. AP/Mark Mitchell Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. Innan við tíu ný tilfelli hafa greinst á Nýja-Sjálandi undanfarna daga. Yfirvöld vara þó við að almenningur fagni of snemma því fleiri tilfelli geti haldið áfram að koma upp. Innan við 1.500 smit hafa greinst í landinu og nítján hafa látist. Ardern segir ekkert umfangsmikið ógreint samfélagssmit í landinu. „Við höfum unnið þá baráttu,“ sagði forsætisráðherrann á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Við upphaf faraldursins greip ríkisstjórn Ardern til einna ströngustu ferða- og samfélagslegu takmarkana til að hefta útbreiðslu faraldursins í heiminum. Landamærunum var lokað og allir þeir sem komu til landsins voru sendir í sóttkví. Samhliða var útgöngubann sett á ásamt umfangsmiklum skimunum og smitrakningu. Þurfa áfram að halda sig heima Frá og með morgundeginum verður leyft að opna sum fyrirtæki sem eru ekki skilgreind með mikilvæga starfsemi. Heilsugæsla og skólahald getur hafist aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestir Nýsjálendingar þurfa eftir sem áður að halda sig heima og forðast samneyti við annað fólk. „Við erum að opna hagkerfið en við erum ekki að opna félagslíf fólks,“ sagði Ardern. Eftir að slakað verður á útgöngubanninu á morgun fá veitingastaðir að bjóða upp á viðskiptavinir taki mat með sér heim. Landsmönnum er áfram ráðlagt að halda sig í litlum hópi nánustu ættingja og vina og gæta að tveggja metra fjarlægðarreglu. Fjöldasamkomur verða áfram bannaðar, verslunarsmiðstöðvar verða áfram lokaðar, flest börn verða áfram heima og landamærin verða enn lokuð. Ardern segir að spálíkön hafi bent til þess að allt að þúsund smit hefðu getað greinst á dag hefði ekki verið gripið til aðgerða svo snemma. Sérfræðingar segja að staðsetning Nýja-Sjálands, fjarri öðrum ríkjum, hafi gert stjórnvöldum þar auðvelt að loka landamærum og hefta útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. Innan við tíu ný tilfelli hafa greinst á Nýja-Sjálandi undanfarna daga. Yfirvöld vara þó við að almenningur fagni of snemma því fleiri tilfelli geti haldið áfram að koma upp. Innan við 1.500 smit hafa greinst í landinu og nítján hafa látist. Ardern segir ekkert umfangsmikið ógreint samfélagssmit í landinu. „Við höfum unnið þá baráttu,“ sagði forsætisráðherrann á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Við upphaf faraldursins greip ríkisstjórn Ardern til einna ströngustu ferða- og samfélagslegu takmarkana til að hefta útbreiðslu faraldursins í heiminum. Landamærunum var lokað og allir þeir sem komu til landsins voru sendir í sóttkví. Samhliða var útgöngubann sett á ásamt umfangsmiklum skimunum og smitrakningu. Þurfa áfram að halda sig heima Frá og með morgundeginum verður leyft að opna sum fyrirtæki sem eru ekki skilgreind með mikilvæga starfsemi. Heilsugæsla og skólahald getur hafist aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestir Nýsjálendingar þurfa eftir sem áður að halda sig heima og forðast samneyti við annað fólk. „Við erum að opna hagkerfið en við erum ekki að opna félagslíf fólks,“ sagði Ardern. Eftir að slakað verður á útgöngubanninu á morgun fá veitingastaðir að bjóða upp á viðskiptavinir taki mat með sér heim. Landsmönnum er áfram ráðlagt að halda sig í litlum hópi nánustu ættingja og vina og gæta að tveggja metra fjarlægðarreglu. Fjöldasamkomur verða áfram bannaðar, verslunarsmiðstöðvar verða áfram lokaðar, flest börn verða áfram heima og landamærin verða enn lokuð. Ardern segir að spálíkön hafi bent til þess að allt að þúsund smit hefðu getað greinst á dag hefði ekki verið gripið til aðgerða svo snemma. Sérfræðingar segja að staðsetning Nýja-Sjálands, fjarri öðrum ríkjum, hafi gert stjórnvöldum þar auðvelt að loka landamærum og hefta útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22