Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 07:51 Evrópskir ráðamenn eru sagðir forviða á að Bretar hafi enn ekki komið sér saman um hvað þeir vilja þrátt fyrir að þeir hafi upphaflega ætlað sér að ganga úr ESB í síðustu viku. Vísir/EPA Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins, segir að þó að líkurnar á að Bretlandi gangi úr sambandinu án útgöngusamnings hafi aukist síðustu daga sé enn hægt að forðast þá niðurstöðu. Breska þingið hafnaði öllum tillögum sem lagðar voru fyrir það um lausn á stöðunni í atkvæðagreiðslum í gær. Eins og stendur ætlar Bretland að ganga úr ESB 12. apríl. Útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, var hins vegar hafnað í þinginu í þriðja skipti á föstudag. Fái hún samninginn ekki samþykktan á næstu dögum þurfa Bretar annað hvort að ganga úr sambandinu án samnings eða óska eftir löngum fresti. „Útganga án samnings var aldrei það sem við vildum eða það sem við ætluðum okkur en Evrópusambandsríkin 27 eru núna undir það búin. Það verður líklegra eftir því sem dagarnir líða,“ sagði Barnier í morgun. Barnier segir að langur frestur fæli í sér verulega áhættu fyrir ESB og að veigamikil rök þyrftu að búa að baki til að sambandið féllist á að veita hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að fresturinn verði veittur muni sambandið ekki halda áfram að semja um Breta nema þeir samþykki útgöngusamning May. „Þetta er eini samningurinn sem mögulegur er til að skipuleggja útgönguna á skipulegan hátt,“ sagði Barnier. Eftir að útgöngusamningur May var felldur í síðustu viku ákvað þingið að greiða atkvæði um hver næstu skref ættu að vera. Greidd voru atkvæði um fjórar tillögur í gær en þær voru allar felldar. Tillagan um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna fékk flest atkvæði af þessum fjórum en féll engu að síður. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins, segir að þó að líkurnar á að Bretlandi gangi úr sambandinu án útgöngusamnings hafi aukist síðustu daga sé enn hægt að forðast þá niðurstöðu. Breska þingið hafnaði öllum tillögum sem lagðar voru fyrir það um lausn á stöðunni í atkvæðagreiðslum í gær. Eins og stendur ætlar Bretland að ganga úr ESB 12. apríl. Útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, var hins vegar hafnað í þinginu í þriðja skipti á föstudag. Fái hún samninginn ekki samþykktan á næstu dögum þurfa Bretar annað hvort að ganga úr sambandinu án samnings eða óska eftir löngum fresti. „Útganga án samnings var aldrei það sem við vildum eða það sem við ætluðum okkur en Evrópusambandsríkin 27 eru núna undir það búin. Það verður líklegra eftir því sem dagarnir líða,“ sagði Barnier í morgun. Barnier segir að langur frestur fæli í sér verulega áhættu fyrir ESB og að veigamikil rök þyrftu að búa að baki til að sambandið féllist á að veita hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að fresturinn verði veittur muni sambandið ekki halda áfram að semja um Breta nema þeir samþykki útgöngusamning May. „Þetta er eini samningurinn sem mögulegur er til að skipuleggja útgönguna á skipulegan hátt,“ sagði Barnier. Eftir að útgöngusamningur May var felldur í síðustu viku ákvað þingið að greiða atkvæði um hver næstu skref ættu að vera. Greidd voru atkvæði um fjórar tillögur í gær en þær voru allar felldar. Tillagan um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna fékk flest atkvæði af þessum fjórum en féll engu að síður.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira